Meirihlutinn í Hafnarfirði héldi ekki

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði næði ekki kjöri samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði næði ekki kjöri samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið myndi meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar falla ef gengið yrði til kosninga nú.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi flest atkvæði, eða 33,6%, og fjóra menn kjörna, hefur fimm núna í minnihlutanum. Samfylkingin fengi 24,2% atkvæða og þrjá menn, fékk 40,9% í síðustu kosningum og fimm bæjarfulltrúa, að því er fram kemur í úttekt á könnuninni í Morgunblaðinu í dag.

Björt framtíð kæmi ný inn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 19,2%. Flokkurinn væri öruggur með tvo menn en þriðji maður er samkvæmt könnuninni með sama magn atkvæða á bakvið sig og fyrsti maður á lista Pírata, sem fengi 6,4% atkvæða. Framsóknarflokkurinn næði inn manni, fengi 7,8% fylgi, en Vinstri græn myndu missa sinn mann, bæjarstjórann Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur, fengju 6% atkvæða en voru með 14,6% síðast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert