Bændur þurfa að fjölga mjólkurkúnum um þúsund

Fjölga þarf íslenskum kúm til að mæta aukinni eftirspurn eftir …
Fjölga þarf íslenskum kúm til að mæta aukinni eftirspurn eftir mjólk og mjólkurafurðum. mbl.is/Eggert

Gert er ráð fyrir að mjólkurkúm á landinu geti fjölgað um allt að eitt þúsund á næstu 12 mánuðum til að mæta aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum. Kýrnar gætu þá orðið nær 25 þúsund.

Salan á smjöri, rjóma og ostum hefur stóraukist að undanförnu og nú eykst salan á venjulegri drykkjarmjólk í fyrsta sinn í þrjátíu ár. „Við höfum hvatt bændur til þess að svara kalli markaðarins og samkvæmt samtölum við þá og aðra ætti að vera hægt að fjölga í fjósum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.

Sala á osti, rjóma og smjöri eykst að jafnaði um 1-3% á hverju ári en nú hefur smjörsalan aukist um 20%. Helgast þetta meðal annars af breyttum neysluvenjum og því að margir eru á lágkolvetnakúrnum svonefnda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert