40% af Garðabæ verði friðlýst land

Friðlönd og fólkvangar í Garðabæ. Kortið sýnir friðlýst land og …
Friðlönd og fólkvangar í Garðabæ. Kortið sýnir friðlýst land og þau svæði sem fyrirhugað er að friðlýsa. Þegar hafa 1.198,3 hektarar lands verið friðlýstir.

Til stendur að um 40% af bæjarlandi Garðabæjar verði friðlýst, en unnið hefur verið að þessum friðlýsingum undanfarin átta ár. Meirihluti þessa lands liggur undir hrauni.

„Það var samþykkt á fundi í bæjarstjórn árið 2006 að vinna að friðlýsingum á Búrfellshrauninu, sem er jarðfræðilegt samheiti yfir hraunið sem rann úr Búrfellsgjá niður með Vífilsstaðahlíðinni fyrir um 7.000 árum,“ segir Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar.

Hann segir að áður en verslanahverfið við Kauptún var byggt upp, hafi það svæði verið verndað í aðalskipulagi með svokallaðri hverfisvernd. Henni hafi verið aflétt með aðalskipulagsbreytingu. „Það urðu talsverðar deilur út af því hér í bænum,“ segir Arinbjörn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert