Þriðja besta heilbrigðisþjónusta í Evrópu

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta af 35 Evrópuþjóðum samkvæmt niðurstöðum árlegrar mælingar Health Consumar Powerhouse sem gerðar voru opinberar í Brussel í gær. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Velferðarráðuneytinu en þar segir ennfremur að árangur meðferðar mælist hvergi meiri en hér á landi.

„Holland og Sviss eru í fyrsta og öðru sæti, Ísland í því þriðja og Danmörk í fjórða sæti. Í greinargerð með niðurstöðunum er vakin athygli á því að Ísland hafi gengið í gegnum miklar efnahagsþrengingar en tekist þrátt fyrir það að viðhalda gæðum heilbrigðisþjónustunnar og halda þriðja sætinu öll árin sem það hefur verið með í samanburðinum,“ segir ennfremur.

Vísitala notenda heilbrigðisþjónustu, svokölluð EHCI-vísitala (e. Euro Health Consumer Index) er orðinn staðlaður mælikvarði á heilbrigðisþjónustu í Evrópu að því er segir í tilkynningunni. „Vísitalan byggist á 42 gagnreyndum mælikvörðum þar sem horft er til þátta eins og réttinda sjúklinga og upplýsinga til þeirra, aðgengi að meðferð (biðtíma), árangri meðferðar, umfangi og útbreiðslu þjónustu, forvörnum og þáttum sem tengjast lyfjum, aðgengi að þeim og fleira.“

Fréttatilkynningin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert