Samningum sagt upp 1. febrúar

Sjúkraflutningamenn að störfum.
Sjúkraflutningamenn að störfum. mbl.is/Sigurgeir

Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins áformar að segja upp ráðningarsamningum frá og með 1. febrúar nk. náist ekki samkomulag um sjúkraflutninga. Óvíst er hversu mörgum verður sagt upp störfum en það ræðst af ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um mönnun slökkviliðsins.

Þetta kemur fram í bréfi stjórnar slökkviliðs höfuðborgarasvæðisins frá 25. nóvember síðastliðnum til heilbrigðisráðherra. „Tilgangurinn með þessu bréfi er að vekja athygli ráðuneytisins og þeirra sem málið varðar á alvarleika málsins, og að verklok verði 1. maí 2014, eins og áður hefur komið fram, nema afgreiðsla fjárveitingavaldsins á fjárlögum 2014 tryggi viðbótarheimildir sem nauðsynlegar eru til áframhaldandi samstarfs.“

Þá segir að stjórn slökkviliðsins árétti enn á ný þá skoðun sína að hún telji samrekstur slökkviliðs og sjúkraflutninga til hagsbóta fyrir þá heildarhagsmuni sem um ræðir, hvað varðar kostnað, gæði og afl þjónustunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert