Vill leysa makríldeiluna fyrir áramót

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Evrópusambandið bindur vonir við að hægt verði að leysa makríldeiluna á milli sambandsins og Noregs annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar í þessum mánuði. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir helgi á blaðamannafundi með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs.

„Við teljum að það sé tækifæri núna þar til í lok ársins og við ættum að notfæra okkur það saman,“ sagði Barroso samkvæmt fréttavef bandaríska viðskiptablaðsins Wall Street Journal. Tveir samningafundir hafa farið fram vegna deilunnar síðan í september en auk þess hafa farið fram tvíhliða fundir pólitískra forystumanna ríkjanna.

Haft er eftir ónafngreindum talsmanni Evrópusambandsins í fréttinni að gert sé ráð fyrir að ríkin fundi aftur um málið fyrir áramótin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert