Leitað að nafni á nýjan landnema

Heitið brjósttittlingur hefur verið algengasta heitið í umræðunni um ameríska …
Heitið brjósttittlingur hefur verið algengasta heitið í umræðunni um ameríska flækinginn í Hafnarfirði. Ljósmynd/Sindri Skúlason

Amerískur flækingsfugl, sem heitir Lincoln's Sparrow í Vesturheimi, hefur hleypt miklu fjöri í hugmyndaflug íslenskra fuglaáhugamanna.

Fugl af þessari tegund sást í fyrsta skipti á Íslandi í Hafnarfirði á laugardaginn var. Það var einnig í fyrsta skiptið sem hann sást í Evrópulandi, að undanskildum Azoreyjum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Fuglinn var nefndur brjósttittlingur fyrir 11 árum en þegar fulltrúi tegundarinnar kom til landsins skutu enn fleiri nafnatillögur upp kollinum. Þeirra á meðal eru mýrtittlingur, rákatittlingur, seylutittlingur og þallartittlingur, svo nokkuð sé nefnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert