Spáð fyrir um skotárásina í Hraunbæ

Frá aðstæðum í Hraunbæ í byrjun mánaðarins.
Frá aðstæðum í Hraunbæ í byrjun mánaðarins. mbl.is/Rósa Braga

Lögreglan var undir það búin að atburður hliðstæður þeim sem átti sér stað í Hraunbæ í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar, þar sem karlmaður skaut ítrekað af haglabyssu í íbúð sinni og síðan á lögregluna þegar hún mætti á staðinn, gæti átt sér stað. Maðurinn féll fyrir skotum lögreglu þegar þess var freistað að fara inn í íbúðina og yfirbuga hann en áður höfðu ítrekaðar tilraunir til þess að ræða við hann engu skilað. Maðurinn átti við geðræn vandamál að stríða.

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur meðal annars það hlutverk lögum samkvæmt að greina ógnir sem kunna að stafa að íslensku samfélagi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka og hefur sérstök skýrsla verið gefin út á grundvelli þeirrar vinnu undanfarin ár. Tilgangurinn er að tryggja að lögregla sé sem best í stakk búin til þess að takast á við slíkar aðstæður áður en til þeirra kann að koma.

„Hættan á slíkum verknuðum jafnan til staðar“

Slík skýrsla kom síðast út síðastliðið sumar en þar er meðal annars fjallað um hliðstæðar aðstæður og lögregla stóð frammi fyrir í Hraunbæ fyrr í mánuðinum. Þar segir meðal annars að hætta á hryðjuverkum hafi verið talin frekar lítil hér á landi. Meðal annars vegna þess að upplýsingar hafi ekki legið fyrir um að slíkt væri yfirvofandi. Sama hafi verið uppi á hinum Norðurlöndunum fyrir nokkrum árum en það hafi hins vegar breyst.

„Ef leggja á mat á getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi telur greiningardeild að eggvopn, skotvopn svo sem haglabyssur eða rifflar og heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast yrðu notuð,“ segir meðal annars í skýrslunni. Geta til að fremja og skipuleggja flókin hryðjuverk á Íslandi, sem krefjast mikils undirbúnings og samstarfs margra aðila, sé hins vegar takmörkuð.

Hins vegar geti þær aðstæður skapast hér á landi „að einstaklingar fyllist þvílíku hatri á samfélaginu eða tilteknum hópum innan þess að þeir reynist tilbúnir til að fremja óhæfuverk í nafni tiltekinnar hugmyndafræði eða trúarbragða.“ Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að sama skapi, líkt og raunin varð í Hraunbænum, „að einstaklingur gerist sekur um voðaverk án þess þó að það sé unnið af pólitískum hvötum eða í nafni tiltekinnar hugmyndafræði sem gjarnan er eitt skilgreiningaratriða um hryðjuverk. Ljóst er að hætta á slíkum verknuðum er jafnan til staðar.“

Lögreglumenn þjálfaðir og búnaður keyptur

Tilgangurinn með skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra og þeirri vinnu sem hún byggir á er sem fyrr segir að leggja mat á þær hættur sem kunna að steðja að íslensku samfélagi sem lögregla þurfi að takast á við. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við mbl.is að efni þessara skýrsla hafi meðal annars verið notað til þess að þjálfa lögreglumenn í því að takast á við slíkar aðstæður og eins að kaupa búnað sem þarf til þess.

Lögreglan hafi skyldum að gegna þegar komi að öryggi borgaranna og það sé of seint fyrir hana að þjálfa lögreglumenn í því að takast á við ákveðnar aðstæður eða útvega nauðsynlegan búnað þegar þeir standi frammi fyrir þeim, öryggi fólks er í húfi og tíminn til aðgerða naumur.

mbl.is/Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Opnað fyrir umferð undir Eyjafjöllum

10:44 Búið er að opna vegi fyrir umferð undir Eyjafjöllum og eins frá Freysnesi að Höfn, en enn er lokað á Skeiðarársandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óvíst er hvort unnt verður að opna um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en um miðjan dag. Meira »

Farþegarnir héldu á hótel

10:43 Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

10:18 Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

25% orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi

09:14 Fjórðungur landsmanna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á einhverjum tímapunkti, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Gallup. Er hlutfall þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni töluvert hærra en karla, eða 45%, á móti 15%. Meira »

Ríkið sýknað í landsdómsmáli

09:03 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012. Meira »

54 vilja í skrifstofustjórann

09:01 54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Meira »

Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

07:57 Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. Meira »

„Fjöldafátækt“ meðal aldraðra

08:18 „Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það hlutfall þjóðartekna sem rennur til aldraðra sem eftirlaun er 2-2,5% lægra hér á landi en meðaltal OECD-ríkjanna. Meira »

Ósætti vegna fjarveru Erlings með landsliðinu

07:54 Klofningur virðist vera kominn upp í Vestmannaeyjum hvað varðar Erling Richardsson, skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar, vegna þess að hann sinnir einnig starfi landsliðsþjálfara Hollands í handknattleik. Meira »

Losuðu bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði

07:52 Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í nótt, en óskað var eftir aðstoð björgunarveitar á Austurlandi rétt fyrir klukkan sex í morgun til að losa bíla sem fastir voru á Fjarðarheiði til að snjóruðningstæki gætu komist rutt heiðina. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Víkurgarður ræddur í borgarráði

07:37 Varðmenn Víkurgarðs, sem svo kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur á fundi borgarráðs fyrir hádegi í dag. Meira »

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

07:00 App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustan til á landinu. Meira »

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

06:09 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið. Meira »

Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

05:30 Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík. Meira »

Möguleikar ÍNN skoðaðir

05:30 Forsvarsmenn Íslands nýjasta nýtt (ÍNN) skoða nú, í samráði við skiptastjóra, hvaða möguleikar standa sjónvarpsstöðinni til boða eftir að hún var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

05:30 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Misjöfn viðkoma rjúpna

05:30 Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi í sumar en lélegri á Vesturlandi og Suðurlandi. Meira »

Eykur á skortinn

05:30 Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Leiguíbúð á Spáni.
Góð íbúð í Torreiveja á Spáni til leigu. Laus til 16. Des. Upplýsingar í síma 89...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...