Spáð fyrir um skotárásina í Hraunbæ

Frá aðstæðum í Hraunbæ í byrjun mánaðarins.
Frá aðstæðum í Hraunbæ í byrjun mánaðarins. mbl.is/Rósa Braga

Lögreglan var undir það búin að atburður hliðstæður þeim sem átti sér stað í Hraunbæ í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar, þar sem karlmaður skaut ítrekað af haglabyssu í íbúð sinni og síðan á lögregluna þegar hún mætti á staðinn, gæti átt sér stað. Maðurinn féll fyrir skotum lögreglu þegar þess var freistað að fara inn í íbúðina og yfirbuga hann en áður höfðu ítrekaðar tilraunir til þess að ræða við hann engu skilað. Maðurinn átti við geðræn vandamál að stríða.

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur meðal annars það hlutverk lögum samkvæmt að greina ógnir sem kunna að stafa að íslensku samfélagi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka og hefur sérstök skýrsla verið gefin út á grundvelli þeirrar vinnu undanfarin ár. Tilgangurinn er að tryggja að lögregla sé sem best í stakk búin til þess að takast á við slíkar aðstæður áður en til þeirra kann að koma.

„Hættan á slíkum verknuðum jafnan til staðar“

Slík skýrsla kom síðast út síðastliðið sumar en þar er meðal annars fjallað um hliðstæðar aðstæður og lögregla stóð frammi fyrir í Hraunbæ fyrr í mánuðinum. Þar segir meðal annars að hætta á hryðjuverkum hafi verið talin frekar lítil hér á landi. Meðal annars vegna þess að upplýsingar hafi ekki legið fyrir um að slíkt væri yfirvofandi. Sama hafi verið uppi á hinum Norðurlöndunum fyrir nokkrum árum en það hafi hins vegar breyst.

„Ef leggja á mat á getu til að fremja hryðjuverk á Íslandi telur greiningardeild að eggvopn, skotvopn svo sem haglabyssur eða rifflar og heimatilbúnar sprengjur séu þau vopn sem líklegast yrðu notuð,“ segir meðal annars í skýrslunni. Geta til að fremja og skipuleggja flókin hryðjuverk á Íslandi, sem krefjast mikils undirbúnings og samstarfs margra aðila, sé hins vegar takmörkuð.

Hins vegar geti þær aðstæður skapast hér á landi „að einstaklingar fyllist þvílíku hatri á samfélaginu eða tilteknum hópum innan þess að þeir reynist tilbúnir til að fremja óhæfuverk í nafni tiltekinnar hugmyndafræði eða trúarbragða.“ Þá sé sá möguleiki fyrir hendi að sama skapi, líkt og raunin varð í Hraunbænum, „að einstaklingur gerist sekur um voðaverk án þess þó að það sé unnið af pólitískum hvötum eða í nafni tiltekinnar hugmyndafræði sem gjarnan er eitt skilgreiningaratriða um hryðjuverk. Ljóst er að hætta á slíkum verknuðum er jafnan til staðar.“

Lögreglumenn þjálfaðir og búnaður keyptur

Tilgangurinn með skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra og þeirri vinnu sem hún byggir á er sem fyrr segir að leggja mat á þær hættur sem kunna að steðja að íslensku samfélagi sem lögregla þurfi að takast á við. Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við mbl.is að efni þessara skýrsla hafi meðal annars verið notað til þess að þjálfa lögreglumenn í því að takast á við slíkar aðstæður og eins að kaupa búnað sem þarf til þess.

Lögreglan hafi skyldum að gegna þegar komi að öryggi borgaranna og það sé of seint fyrir hana að þjálfa lögreglumenn í því að takast á við ákveðnar aðstæður eða útvega nauðsynlegan búnað þegar þeir standi frammi fyrir þeim, öryggi fólks er í húfi og tíminn til aðgerða naumur.

mbl.is/Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innnes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »

„Við höldum okkar striki“

14:22 „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
 
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...