Skuldabréf Magma enn til sölu

Orkuveituhúsið.
Orkuveituhúsið. mbl.is/Ómar

Tilboð sjóðsstýringarfyrirtækisins Landsbréfa í svonefnt Magma-skuldabréf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur fallið úr gildi. Fyrirtækinu tókst ekki að fjármagna kaupin fyrir 30. ágúst síðastliðinn, eins og vonir stóðu til.

Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, er Orkuveitan enn opin fyrir tilboðum í bréfið og hafa bæði erlendir og innlendir fjárfestar sýnt því áhuga.

Í sumar samþykkti stjórn Orkuveitunnar 8,6 milljarða króna tilboð Landsbréfa í bréfið og ætlaði fyrirtækið að inna 5,2 milljarða króna greiðslu af hendi hinn 30. ágúst. „Þeir ætluðu sér tiltekinn tíma til að ljúka þessari fjármögnun en náðu því síðan ekki,“ segir Eiríkur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert