Drómi hefur lokið sínu hlutverki

Drómi rennur inn í Arion banka.
Drómi rennur inn í Arion banka. mbl.is/Golli

„Skilgreint hlutverk Dróma var að halda utan um eignir SPRON og tryggja greiðslu á innlánsskuld við Arion banka. Upphaflega var horft til fimm ára tímaramma með það að markmiði að gera málin upp í júlí 2014. Drómi hefur nú lokið þessu skilgreinda hlutverki.“

Þetta segir Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar SPRON, í tilefni af uppgjöri. Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði slitastjórnir fyrir SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankann (nú Frjálsa hf.) 23. júní 2009. Við það voru innlán einstaklinga hjá SPRON færð yfir í Arion banka en útlán einstaklinga hjá SPRON yfir til Dróma.

Innlánin sem fóru til Arion banka voru veðsett með öllum eignum, útlánum, fasteignum og hlutabréfum SPRON sem fóru til Dróma og skyldi ríkið greiða Arion banka mismun ef eignir útlána dygðu ekki fyrir kröfum innlána. Nú er uppgjöri lokið, ekki reynir á ríkisábyrgð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert