„Þetta er bara fráhrindandi“

Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður.
Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„Þetta er ekki beinlínis hvetjandi til þess að fara í bæinn og versla þar. Ég hélt að þeir vildu nú frekar hvetja fólk til þess að nota bílastæðahúsin en hitt. Mér hefur þótt þau heldur tóm og nóg af bílastæðum lausum. Það bætir ekki stöðuna að fara að hækka gjaldskrána um helming. Þetta er bara fráhrindandi.“

Þetta segir Gilbert Ó. Guðjónsson, úrsmiður sem rekur Úra- og klukkuverslun Gilberts Ó Guðjónssonar við Laugaveg í Reykjavík, í samtali við mbl.is spurður um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að hækka gjaldskrá bílastæðahúsa í borginni. Frá áramótum kostar 150 krónur að geyma bifreið í þeim í stað 80 króna áður.

Gilbert bendir á að verslun í miðborg Reykjavíkur hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum og hækkun sem þessi sé ekki til þess að gera stöðuna betra. Nógu fráhrindandi sé nú þegar fyrir fólk að koma í miðborgina til þess að versla og sinna öðrum erindum meðal annars vegna skorts á bílastæðum og lokunar á götum af ýmsum tilefnum. „Þetta eykur ekki viðskiptin hjá okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert