Einn minnsti jökull landsins að hverfa

OK
OK mbl.is/Sigurður Bogi

Myndir og fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að einn minnsti og nafntogaðasti jökull landsins, Ok, sé að hverfa. Þetta segir Oddur Sigurðsson jöklafræðingur í samtali við Morgunblaðið, sem birt er aftar í blaðinu. Oddur segir Ok ekki uppfylla lengur þau viðmið að hægt sé að nefna það jökul.

Árið 1890 var Ok 16 ferkílómetrar að flatarmáli, en hefur minnkað jafnt og þétt síðan. Var jökullinn aðeins orðinn 0,7 ferkílómetrar sumarið 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert