Íslendingur í 11 mánaða fangelsi í Kína

Frá borginni Dalian í Kína.
Frá borginni Dalian í Kína. AFP

Kínverskur dómstóll dæmdi íslenskan karlmann í 11 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í lok síðasta mánaðar. Karlmaðurinn, sem er á fertugsaldri, hefur verið búsettur í kínversku borginni Dalian.

Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa slegið leigubílstjóra í andlitið snemma á síðasta ári.

Utanríkisráðuneytið aðstoðar nú fjölskyldu mannsins í tengslum við málið. Ráðuneytið hefur m.a. óskað eftir heimsóknarleyfi, en það liggur ekki fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert