Tólf fyrirtæki á svörtum lista ASÍ

mynd/ASÍ

Enn eru tólf fyrirtæki á svörtum lista ASÍ sem birtur er á heimasíðu sambandsins. Nokkur fyrirtæki hafa verið tekin út af listanum eftir að hafa dregið hækkanir til baka.

Fyrirtækin sem hafa orðið við áskorun Alþýðusambandsins og dregið fyrirhugaðar verðhækkanir til baka eru:

Brúnegg 
365 miðlar 
Emmessís 
N1 
Vífilfell
Kaupfélag Skagfirðinga 
Frumherji
Eimskip/Herjólfur 
Ökuskóli 3

Neita að hætta við hækkanir

Í frétt frá ASÍ segir að því miður hafi tvö fyrirtæki bæst við svarta listann, en þau eru Arion banki og Rafveita Reyðarfjarðar. Fyrirtækin hafi neitað að verða við tilmælum ASÍ um að hætta við að hækka verð.

Yfirskrift svarta listans er: „Eftirtalin fyrirtæki hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga og vinna þannig gegn markmiðum um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt“:

<div id="stcpDiv"> <ul> <li>Arion banki</li> <li>Rafveita Reyðarfjarðar</li> <li>Landsvirkjun</li> <li>Síminn</li> <li>Íslandspóstur</li> <li>World class</li> <li>Landsbankinn</li> <li>Pottagaldrar</li> <li>Orkuveita Reykjavíkur</li> <li>Lýsi</li> <li>Nói Síríus</li> <li>Freyja</li> </ul> </div>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert