„Lögin eru misnotuð árásartæki“

Geðdeild Landspítalans við Hringbraut.
Geðdeild Landspítalans við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég var andlega og líkamlega heilbrigður til 39 ára aldurs eða fram að því að sonur minn var myrtur í Hollandi af bestu vinum sínum,“ sagði Björn Hjálmarsson, læknir, í erindi sínu á málþingi Geðhjálpar sem fór fram í dag. Þar greindi hann frá reynslu sinni af andlegum veikindum og reynslu af nauðungarvistun á geðdeild.

Björn bjó ásamt fjölskyldu sinni í Hollandi þegar áfallið dundi yfir, sonur hans fannst látinn við árbakka í Rotterdam. „Hann hafði banvæna höfuðáverka sem samrýmdust ekki fundarstað, það eru sannanir fyrir því að líkið var flutt úr stað eftir andlátið, dánarorsökum hvísluðu þrír vinveittir samstarfsfélagar í eyra mér, þetta voru áverkar eins og þeir fá sem eru svo óheppnir að lenda í umferðarslysum og höfuðið slæst í burðarbita í bílnum,“ sagði Björn í erindi sínu. Hann segir að dánarorsök sonarins hafi aldrei komið fram og saksóknari í Hollandi neiti að rannsaka málið sem sakamál þar sem dánarorsök sé opinberlega ekki þekkt.

Nauðungarvistaður í tvígang

Björn sagðist í erindi sínu hafa komið að lokuðum dyrum hjá stjórnvöldum á Íslandi. Í skjölum hafi meðal annars komið fram að sonur hans hafi drukknað, en telur hann það skjalafals. Í nóvember 2002 sagði Björn sögu sína í fjölmiðlum, þar á meðal í beinni útsendingu í Íslandi í dag.

Í kjölfarið var Björn nauðungarvistaður á geðdeild í fyrsta skipti. „Ég var nauðungarvistaður á geðdeild örfáum dögum eftir beina útsendingu, en valinkunnir menn sjá hvergi geðrofið í útsendingunni eins og haldið var fram. Fyrst var ég nauðungarvistaður í 13 daga, síðan í 28 daga. Til að bæta úr skák var ég beitt sex mánaða langri háskammta geðlyfameðferð með miklum aukaverkum,“ segir Björn.

Hann tók fram að samstarfsfélagar sínir hefðu síðar viðurkennt að hafa orðið á læknamistök með að leggja við trúnaði á ósannan orðróm. „Ég hef komist að því að sterk rök hníga að því að valdheimild lögræðislaga hafi verið beitt gegn syrgjandi föður í leit að réttlæti.“

Hryllingur að flytja ábyrgðina til aðstandenda

Björn sagði að Landlæknisembættið hefði ítrekað áminnt hann að halda læknaeiðinn og halda trúnað. Hann gagnrýndi það að hafa tvisvar verið sóttur af lögreglu á heimili sitt án þess að fyrir lægi dómsúrskurður og engin geðskoðun hefði farið fram.

„Ekki hafði verið sýnt fram á að ég væri hættulegur sjálfum mér eða öðrum. Þá var ekki tryggt að synir mínir fengju vernd og réttar upplýsingar. Fyrir okkur geðsjúka ættu lögræðislögin að vera skjól. Þau eru það ekki, þau eru árásartæki, misnotað árásartæki,“ sagði Björn. „Það er hryllingur að flytja ábyrgð á nauðungarvistunum til aðstandenda.“

Frétt mbl.is: Mannvirðing sé höfð að leiðarljósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Höfðar mál gegn Rúv

05:48 Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, hefur ákveðið að leita réttar síns Vegna umfjöllunar Ríkisútvarpsins um málefni veitingastaðarins. Meira »

Ólafur Ísleifsson leiðir lista Flokks fólksins

05:38 Ólafur Ísleifsson hagfræðingur verður oddviti hjá Flokki fólksins í komandi alþingiskosningum. Ólafur starfar sem framkvæmdastjóri gæðamála við Háskólann á Bifröst. Meira »

Deilt um fjárlög

05:30 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áréttaði orð sín af kosningafundi flokksins á Facebooksíðu sinni í gær.  Meira »

Mikið álag vegna fjarveru Herjólfs

05:30 „Það er búið að vera stanslaust flug frá Bakka og tvær aukavélar frá Erninum,“ segir Ingibergur Einarsson, flugfjarskiptamaður í flugturninum á Vestmannaeyjaflugvelli. Meira »

Erum við að loka á tímamótatækni?

05:30 Ekki er með öllu ljóst hvernig á að skattleggja framleiðslu rafmynta á Íslandi.  Meira »

Óvissa um samninga um útflutning

05:30 Mikil óvissa er um framhald undirritunar samninga milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um útflutning á lambakjöti til Kína vegna stjórnarslitanna hér á landi. Meira »

Hreinsistöð tekin í notkun

05:30 Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag. Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá... Meira »

Óska dómkvadds matsmanns

05:30 Orkuveita Reykjavíkur lagði í síðustu viku fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur beiðni um að dómkvaddur verði hæfur og óvilhallur matsmaður vegna galla og tjóns á vesturhúsi fyrirtækisins við Bæjarháls. Meira »

Katrín nýtur stuðnings flestra

05:30 Flestir vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, sem næsta forsætisráðherra Íslands, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. september. Meira »

Rok og rigning í kortunum

Í gær, 22:49 Búast má við stormi við suðurströndina annað kvöld og fer þá að rigna aftur og rignir talsvert suðaustanlands fram á næstu helgi. Meira »

„Þetta er aftur orðið gaman“

Í gær, 22:07 „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda en það má segja að það sem hafi ráðið úrslitum hafi verið þegar maður sá að mönnum væri það mikið í mun að losna við mig að þeir væru tilbúnir að fórna öðrum þingkosningunum í röð fyrir það,“ segir Sigmundur Davíð um ákvörðun sína að ganga úr flokknum. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

Í gær, 21:51 Umferðartafir eru á Sæbraut en frá því klukkan 21:00 hefur verið unnið að kvikmyndatöku þar. Tafir verða á umferð fram eftir nóttu. Meira »

Þorgrímur hættir líka í Framsókn

Í gær, 21:43 Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, hefur sagt af sér og jafnframt sagt sig úr Framsóknarflokknum. Þetta gerir hann í kjölfar frétta af því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, hefði sagt sig úr flokknum. Meira »

Harmar brotthvarf Sigmundar

Í gær, 20:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segist harma brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr Framsóknarflokknum. Meira »

Sveinn Hjörtur segir sig úr Framsókn

Í gær, 20:15 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Frá þessu sagði hann í tilkynningu sem Vísir greindi frá fyrr í kvöld. Meira »

Flúrað yfir ör sjálfskaða

Í gær, 21:00 Húðflúrarinn Tiago Forte tekur að sér að flúra yfir ör þeirra sem hafa skaðað sjálfa sig án endurgjalds. Þegar mbl.is kom við á stofunni hjá Tiago í Garðabæ var Sunna Mjöll Georgsdóttir í stólnum og lét flúra yfir fjölmörg ljót ör á framhandleggnum en sjálfsskaðinn hófst hjá henni um 15 ára aldur. Meira »

Laxinn og hvítfiskurinn að renna saman

Í gær, 20:37 Stórir aðilar í laxeldi í bæði í Kanada og Noregi hafa keypt hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki. Þeir geta nýtt markaðsþekkingu og dreifileiðir laxins til að selja hvítfiskinn. Á sama tíma færist fisksala í auknum mæli á netið og smásalar styrkjast. Meira »

Kosið um fjögur efstu sætin

Í gær, 20:14 Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi boðar til auka kjördæmaþings eftir viku þar sem kosið verður um fjögur efstu sæti listans líkt og samþykkt var á síðasta kjördæmaþingi. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Antiksalan
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
 
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...