Sálfræðimeðferð við ADHD árangursrík

„Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið á meðferð fullorðinna einstaklinga með ADHD virðist sálfræðimeðferð vera árangursrík,“ segir Brynjar Emilsson sálfræðingur en hann ræddi meðferð við ADHD hjá fullorðnum á Læknadögum í Hörpu ásamt Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni. Þau eru bæði hluti af ADHD-teymi Landspítalans og fjölluðu þau annars vegar um sálfræðimeðferð og hins vegar um lyfjameðferð.

Sálfræðimeðferð sýnir langtímaárangur

„Fyrsta meðferð við ADHD hjá fullorðnum er alltaf lyfjameðferð. Það er aðallega vegna þess að það vantar rannsóknir á sálfræðimeðferðinni. Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið virðist sálfræðimeðferð vera mjög árangursrík, bæði við ADHD og fylgiröskunum á borð við kvíða og þunglyndi. Kosturinn við sálfræðimeðferð, í þeim tilvikum þar sem hún hefur verið rannsökuð, er að hún sýnir langtímaárangur,“ segir Brynjar.

„Þó að sálfræðimeðferðinni sé hætt, má enn sjá árangur hjá einstaklingunum. Rannsóknir hafa að betri árangur næst hjá þeim sem eru í lyfjameðferð og gangast síðan einnig undir sálfræðimeðferð.“

„Hingað til hefur engin sálfræðiþjónusta verið formlega í boði fyrir þetta fólk. Sú þjónusta sem hefur verið í boði hefur verið hjá geðlæknum á stofum og hefur það nær eingöngu verið lyfjameðferð. ADHD-samtökin hafa veitt ákveðna þjónustu en að öðru leyti hefur ekki verið í boði sálfræðimeðferð fyrir þetta fólk,“ segir Brynjar. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Ef ódýrara úrræði og úrræði sem veitir langtímaárangur, sálfræðimeðferð, er eðlilegt að skoða það en hingað til hefur það ekki verið í boði.“

Lyfjakostnaður vegna ADHD gífurlegur

Brynjar segir að ADHD-teymi Landspítalans muni hefja sálfræðimeðferð fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD í vor. Teymið mun þá veita þeim sem hefur verið vísað til þeirra þjónustu. Langflestum er vísað til teymisins af heilsugæslulæknum, en einnig af læknum á spítalanum og sérfræðilæknum. „Lyfjakostnaður er gífurlegur og sálfræðimeðferðin er ódýrari. Í flestöllum rannsóknum í þessum fræðum hefur sálfræðimeðferð og lyfjameðferð samhliða henni gefið langbesta niðurstöðu,“ segir Brynjar en tekur fram að það sé þó ekki í öllum tilvikum. Stundum virki lyfjameðferð til að mynda betur.

Brynjar ræddi einnig hvernig huglæg atferlismeðferð hefði verið löguð að einstaklingum með ADHD. „Í stuttu máli þarf að taka tillit til þess að fólkið hefur litla einbeitingu og þolinmæði, maður þarf að hafa meiri aksjón í meðferðinni. Maður þarf að stíla inn á hluti sem tengjast ADHD, skipulagningu, minnisæfingum og hvatvíslegri hegðun,“ segir Brynjar.

Ekki hægt að mæla með markþjálfun eða breyttu mataræði

„Í verklagsreglum vegna meðferðar fullorðinna einstaklinga með ADHD hefur eingöngu verið mælt með lyfjameðferð og sálfræði. Mikil umræða hefur verið um næringu og hvernig mataræði getur haft áhrif. Þessu tvennu hefur helst verið mælt með en ekki eru nægileg vísindaleg rök fyrir annars konar meðferðum. Að minnsta kosti ekki ennþá,“ segir Brynjar.

„Verið er að skoða ýmsa þætti, til að mynda varðandi sykur, markþjálfara og annað en ekkert af þessu hefur raunverulega verið rannsakað svo hægt sé að mæla með því.“

Greining ADHD hjá fullorðnum vandasöm

ADHD hjá fullorðnum einstaklingum hefur nokkra sérstöðu af ýmsum ástæðum. „Þetta er eina geðgreiningin sem ég veit um sem fólk beinlínis óskar eftir að fá,“ segir Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir en hún fjallaði um lyfjameðferð við ADHD hjá fullorðnum á málþinginu í gær.
 
„Greining á ADHD hjá fullorðnum er mjög vandasöm en oft er um fylgigreiningar að ræða, líkt og þunglyndi og kvíða. Einkenni athyglisbrests eru sameinleg með mörgum öðrum röskunum. ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur fram á barnsaldri. Nauðsynlegt er að hafa ítarlega skoðunarsögu og greiningarferli til að greina sjúkdóminn,“ segir Þórgunnur og bendir á að ekki séu til líffræðilegir mælikvarðar sem skera úr um hvort einstaklingurinn er með sjúkdóminn. Þannig er til að mynda ekki hægt að mæla hvort sjúkdómurinn er til staðar eða til dæmis með því að taka blóðprufu.

Lyfin stundum misnotuð

„Vitað er að sum lyf sem notuð eru við ADHD eru misnotuð af fólki með fíknisjúkdóma,“ segir Þórgunnur. Tvö lyf eru notuð við vinnu ADHD-teymis Landspítalans, lyfin Concerta, sem er langvirkt form af methylphenidate, og atomoxetin, sem hefur sérlyfjaheitið Strattera. Þórgunnur segir að fyrra lyfið sé hannað þannig að erfitt sér að ná lyfi úr töflunni til að misnota. Engin hætta er aftur á móti á því að hitt lyfið sé misnotað.

„Auðvitað virka ekki öll lyf. Lyfjameðferð er alltaf fyrsta meðferð við ADHD hjá fullorðnum og við notum eingöngu atomoxetin þegar fólk er með fíknivanda,“ segir Þórgunnur. „Það eru ekki allir sem þurfa lyfjameðferð. Það verður að meta það eftir því hversu hamlandi einkennin eru. Fyrir suma er nóg að vita að þeir hafi þennan vanda og fái stuðning og fræðslu til að höndla einkennin.“

Tíðni greininga hefur farið vaxandi

„Hugræn atferlismeðferð í hóp fyrir fullorðna með ADHD hefur komið vel út í rannsóknum, en í flestum þeirra eru einstaklingarnir jafnframt á lyfjameðferð.“

„Tíðni greininga hefur farið vaxandi hér á landi og annars staðar,“ segir Þórgunnur. Hún segir að lyfjanotkun sé mun meiri hér á landi en annars staðar í Evrópu. Ekki sé til ein skýring á því, heldur sé það samspil marga þátta.

Þórgunnur nefndi í erindi sínu að fullorðnir einstaklingar með ADHD séu oft hamlaðir af sínum sjúkdómi og algengum fylgiröskunum og mikilvægt sé að þeir fái góða aðstoð. Sérfræðingar telji að sjúkdómurinn sé ofgreindur hér á landi en einnig vangreindur, en þá er átt við að einstaklingar komi ekki í greiningu eða séu ekki rétt greindir. „Greiningin er flókin og vandasöm og fer best á því að hún sé gerð í þverfaglegu teymi, líkt og í ADHD-teymi Landspítalans.“

mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Haustútsala
HAUSTÚTSALA alls konar nærfatnaður á 30% afslætti Laugavegi 178, sími 551 3366. ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...