Sálfræðimeðferð við ADHD árangursrík

„Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið á meðferð fullorðinna einstaklinga með ADHD virðist sálfræðimeðferð vera árangursrík,“ segir Brynjar Emilsson sálfræðingur en hann ræddi meðferð við ADHD hjá fullorðnum á Læknadögum í Hörpu ásamt Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni. Þau eru bæði hluti af ADHD-teymi Landspítalans og fjölluðu þau annars vegar um sálfræðimeðferð og hins vegar um lyfjameðferð.

Sálfræðimeðferð sýnir langtímaárangur

„Fyrsta meðferð við ADHD hjá fullorðnum er alltaf lyfjameðferð. Það er aðallega vegna þess að það vantar rannsóknir á sálfræðimeðferðinni. Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið virðist sálfræðimeðferð vera mjög árangursrík, bæði við ADHD og fylgiröskunum á borð við kvíða og þunglyndi. Kosturinn við sálfræðimeðferð, í þeim tilvikum þar sem hún hefur verið rannsökuð, er að hún sýnir langtímaárangur,“ segir Brynjar.

„Þó að sálfræðimeðferðinni sé hætt, má enn sjá árangur hjá einstaklingunum. Rannsóknir hafa að betri árangur næst hjá þeim sem eru í lyfjameðferð og gangast síðan einnig undir sálfræðimeðferð.“

„Hingað til hefur engin sálfræðiþjónusta verið formlega í boði fyrir þetta fólk. Sú þjónusta sem hefur verið í boði hefur verið hjá geðlæknum á stofum og hefur það nær eingöngu verið lyfjameðferð. ADHD-samtökin hafa veitt ákveðna þjónustu en að öðru leyti hefur ekki verið í boði sálfræðimeðferð fyrir þetta fólk,“ segir Brynjar. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Ef ódýrara úrræði og úrræði sem veitir langtímaárangur, sálfræðimeðferð, er eðlilegt að skoða það en hingað til hefur það ekki verið í boði.“

Lyfjakostnaður vegna ADHD gífurlegur

Brynjar segir að ADHD-teymi Landspítalans muni hefja sálfræðimeðferð fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD í vor. Teymið mun þá veita þeim sem hefur verið vísað til þeirra þjónustu. Langflestum er vísað til teymisins af heilsugæslulæknum, en einnig af læknum á spítalanum og sérfræðilæknum. „Lyfjakostnaður er gífurlegur og sálfræðimeðferðin er ódýrari. Í flestöllum rannsóknum í þessum fræðum hefur sálfræðimeðferð og lyfjameðferð samhliða henni gefið langbesta niðurstöðu,“ segir Brynjar en tekur fram að það sé þó ekki í öllum tilvikum. Stundum virki lyfjameðferð til að mynda betur.

Brynjar ræddi einnig hvernig huglæg atferlismeðferð hefði verið löguð að einstaklingum með ADHD. „Í stuttu máli þarf að taka tillit til þess að fólkið hefur litla einbeitingu og þolinmæði, maður þarf að hafa meiri aksjón í meðferðinni. Maður þarf að stíla inn á hluti sem tengjast ADHD, skipulagningu, minnisæfingum og hvatvíslegri hegðun,“ segir Brynjar.

Ekki hægt að mæla með markþjálfun eða breyttu mataræði

„Í verklagsreglum vegna meðferðar fullorðinna einstaklinga með ADHD hefur eingöngu verið mælt með lyfjameðferð og sálfræði. Mikil umræða hefur verið um næringu og hvernig mataræði getur haft áhrif. Þessu tvennu hefur helst verið mælt með en ekki eru nægileg vísindaleg rök fyrir annars konar meðferðum. Að minnsta kosti ekki ennþá,“ segir Brynjar.

„Verið er að skoða ýmsa þætti, til að mynda varðandi sykur, markþjálfara og annað en ekkert af þessu hefur raunverulega verið rannsakað svo hægt sé að mæla með því.“

Greining ADHD hjá fullorðnum vandasöm

ADHD hjá fullorðnum einstaklingum hefur nokkra sérstöðu af ýmsum ástæðum. „Þetta er eina geðgreiningin sem ég veit um sem fólk beinlínis óskar eftir að fá,“ segir Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir en hún fjallaði um lyfjameðferð við ADHD hjá fullorðnum á málþinginu í gær.
 
„Greining á ADHD hjá fullorðnum er mjög vandasöm en oft er um fylgigreiningar að ræða, líkt og þunglyndi og kvíða. Einkenni athyglisbrests eru sameinleg með mörgum öðrum röskunum. ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur fram á barnsaldri. Nauðsynlegt er að hafa ítarlega skoðunarsögu og greiningarferli til að greina sjúkdóminn,“ segir Þórgunnur og bendir á að ekki séu til líffræðilegir mælikvarðar sem skera úr um hvort einstaklingurinn er með sjúkdóminn. Þannig er til að mynda ekki hægt að mæla hvort sjúkdómurinn er til staðar eða til dæmis með því að taka blóðprufu.

Lyfin stundum misnotuð

„Vitað er að sum lyf sem notuð eru við ADHD eru misnotuð af fólki með fíknisjúkdóma,“ segir Þórgunnur. Tvö lyf eru notuð við vinnu ADHD-teymis Landspítalans, lyfin Concerta, sem er langvirkt form af methylphenidate, og atomoxetin, sem hefur sérlyfjaheitið Strattera. Þórgunnur segir að fyrra lyfið sé hannað þannig að erfitt sér að ná lyfi úr töflunni til að misnota. Engin hætta er aftur á móti á því að hitt lyfið sé misnotað.

„Auðvitað virka ekki öll lyf. Lyfjameðferð er alltaf fyrsta meðferð við ADHD hjá fullorðnum og við notum eingöngu atomoxetin þegar fólk er með fíknivanda,“ segir Þórgunnur. „Það eru ekki allir sem þurfa lyfjameðferð. Það verður að meta það eftir því hversu hamlandi einkennin eru. Fyrir suma er nóg að vita að þeir hafi þennan vanda og fái stuðning og fræðslu til að höndla einkennin.“

Tíðni greininga hefur farið vaxandi

„Hugræn atferlismeðferð í hóp fyrir fullorðna með ADHD hefur komið vel út í rannsóknum, en í flestum þeirra eru einstaklingarnir jafnframt á lyfjameðferð.“

„Tíðni greininga hefur farið vaxandi hér á landi og annars staðar,“ segir Þórgunnur. Hún segir að lyfjanotkun sé mun meiri hér á landi en annars staðar í Evrópu. Ekki sé til ein skýring á því, heldur sé það samspil marga þátta.

Þórgunnur nefndi í erindi sínu að fullorðnir einstaklingar með ADHD séu oft hamlaðir af sínum sjúkdómi og algengum fylgiröskunum og mikilvægt sé að þeir fái góða aðstoð. Sérfræðingar telji að sjúkdómurinn sé ofgreindur hér á landi en einnig vangreindur, en þá er átt við að einstaklingar komi ekki í greiningu eða séu ekki rétt greindir. „Greiningin er flókin og vandasöm og fer best á því að hún sé gerð í þverfaglegu teymi, líkt og í ADHD-teymi Landspítalans.“

mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Síbrotamaður handtekinn í vínbúð

11:04 Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Meira »

Ýmis mál tekin fyrir á þingfundi í dag

10:05 Þingfundur hefst klukkan hálfellefu í dag en meðal þeirra mála sem verða tekin fyrir eru frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga vegna iðnnáms, frumvörp umhverfis- og auðlindaráðherra um mannvirki og varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi ýmsa þjónustu við fatlað fólk. Meira »

Algjör kvennasprengja

09:50 Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem er á leið á Sundance er algjör kvennasprengja þar sem konur eru allt í öllu. Myndin er fyrsta mynd Ísoldar í fullri lengd og í henni fer Kristín Þóra Haraldsdóttir með sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Meira »

Gul ábending fyrir fjallvegi

09:42 Vegagerðin hefur sent út gula ábendingu fyrir fjallvegi á vestanverðu landinu í dag. Búast má við slyddukrapa eða snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði fram eftir degi. Meira »

Prentar út jólagjafir

09:10 Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF. Meira »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Skjálfti að stærð 3,5 í Bárðarbungu

08:29 Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð rétt fyrir klukkan þrjú í nótt um 2,5 kílómetra suðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi á vakt hjá Veðurstofunni virðist þó enginn órói vera á svæðinu og engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Virðist því hafa verið um stakan atburð. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Heiðraðar fyrir 25 ára starf

08:18 Í vikunni var starfsfólki Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem starfað hefur þar í 25 ár venju samkvæmt veitt viðurkenning. Meira »

Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

07:57 Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar. Meira »

Milt veður næstu daga

07:37 Hlýtt verður í veðri en stormasamt á köflum næstu daga og alveg fram til jóla, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.   Meira »

Með læknadóp á bar í Breiðholti

07:27 Um klukkan hálf eitt í nótt voru höfð afskipti af manni á bar í Breiðholti sem er grunaður um brot á lyfjalögum. Þegar lögreglumenn nálguðust manninn reyndi hann að henda frá sér poka sem innihélt lyfseðilsskyld lyf. Lögregla hefur áður haft afskipti af manninum vegna gruns um fíkniefnasölu. Meira »

Handekinn fyrir húsbrot og líkamsárás

07:20 Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var karlmaður handtekinn í Grafarvogi grunaður um húsbrot, heimilisofbeldi, líkamsárás, eignaspjöll, akstur undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. Meira »

Aukin útgjöld valda áhyggjum

05:30 Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir ASÍ hafa áhyggjur af tekjugrunni ríkisfjármálanna í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar. Meira »

Fimm hótelíbúðir á 500 milljónir

05:30 Fimm hótelíbúðir á Laugavegi 85 eru til sölu á 500 milljónir króna. Eigandi íbúðanna keypti hús á lóðinni árið 2005 fyrir 48 milljónir og byggði stærra hús á grunni þess gamla. Meira »

Reynt til þrautar að ná saman

05:30 „Ég get nú ekki sagt að þetta sé farið að mjakast í rétta átt. Menn eru að kasta á milli sín hugmyndum. Það er alla vega verið að tala saman svo við skulum ekki alveg gefa þetta upp á bátinn.“ Meira »

Vísar kæru á Loga frá

05:30 Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur vísað frá kæru sem barst í haust og sneri að því að Logi Már Einarsson alþingismaður, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið dóttur sína á unglingsaldri með sér í kjörklefann á kjörstað á Akureyri þegar kosið var til Alþingis 27. október. Meira »

VSK á fjölmiðla lækki einnig

05:30 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist þess fullviss að strax á næsta ári muni virðisaukaskattur á bækur lækka. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
Mercedes Benz 316 CDI
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016 Hátt og lágt drif. Rafmagns- og u...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...