Sálfræðimeðferð við ADHD árangursrík

„Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið á meðferð fullorðinna einstaklinga með ADHD virðist sálfræðimeðferð vera árangursrík,“ segir Brynjar Emilsson sálfræðingur en hann ræddi meðferð við ADHD hjá fullorðnum á Læknadögum í Hörpu ásamt Þórgunni Ársælsdóttur geðlækni. Þau eru bæði hluti af ADHD-teymi Landspítalans og fjölluðu þau annars vegar um sálfræðimeðferð og hins vegar um lyfjameðferð.

Sálfræðimeðferð sýnir langtímaárangur

„Fyrsta meðferð við ADHD hjá fullorðnum er alltaf lyfjameðferð. Það er aðallega vegna þess að það vantar rannsóknir á sálfræðimeðferðinni. Í þeim fáu rannsóknum sem gerðar hafa verið virðist sálfræðimeðferð vera mjög árangursrík, bæði við ADHD og fylgiröskunum á borð við kvíða og þunglyndi. Kosturinn við sálfræðimeðferð, í þeim tilvikum þar sem hún hefur verið rannsökuð, er að hún sýnir langtímaárangur,“ segir Brynjar.

„Þó að sálfræðimeðferðinni sé hætt, má enn sjá árangur hjá einstaklingunum. Rannsóknir hafa að betri árangur næst hjá þeim sem eru í lyfjameðferð og gangast síðan einnig undir sálfræðimeðferð.“

„Hingað til hefur engin sálfræðiþjónusta verið formlega í boði fyrir þetta fólk. Sú þjónusta sem hefur verið í boði hefur verið hjá geðlæknum á stofum og hefur það nær eingöngu verið lyfjameðferð. ADHD-samtökin hafa veitt ákveðna þjónustu en að öðru leyti hefur ekki verið í boði sálfræðimeðferð fyrir þetta fólk,“ segir Brynjar. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Ef ódýrara úrræði og úrræði sem veitir langtímaárangur, sálfræðimeðferð, er eðlilegt að skoða það en hingað til hefur það ekki verið í boði.“

Lyfjakostnaður vegna ADHD gífurlegur

Brynjar segir að ADHD-teymi Landspítalans muni hefja sálfræðimeðferð fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD í vor. Teymið mun þá veita þeim sem hefur verið vísað til þeirra þjónustu. Langflestum er vísað til teymisins af heilsugæslulæknum, en einnig af læknum á spítalanum og sérfræðilæknum. „Lyfjakostnaður er gífurlegur og sálfræðimeðferðin er ódýrari. Í flestöllum rannsóknum í þessum fræðum hefur sálfræðimeðferð og lyfjameðferð samhliða henni gefið langbesta niðurstöðu,“ segir Brynjar en tekur fram að það sé þó ekki í öllum tilvikum. Stundum virki lyfjameðferð til að mynda betur.

Brynjar ræddi einnig hvernig huglæg atferlismeðferð hefði verið löguð að einstaklingum með ADHD. „Í stuttu máli þarf að taka tillit til þess að fólkið hefur litla einbeitingu og þolinmæði, maður þarf að hafa meiri aksjón í meðferðinni. Maður þarf að stíla inn á hluti sem tengjast ADHD, skipulagningu, minnisæfingum og hvatvíslegri hegðun,“ segir Brynjar.

Ekki hægt að mæla með markþjálfun eða breyttu mataræði

„Í verklagsreglum vegna meðferðar fullorðinna einstaklinga með ADHD hefur eingöngu verið mælt með lyfjameðferð og sálfræði. Mikil umræða hefur verið um næringu og hvernig mataræði getur haft áhrif. Þessu tvennu hefur helst verið mælt með en ekki eru nægileg vísindaleg rök fyrir annars konar meðferðum. Að minnsta kosti ekki ennþá,“ segir Brynjar.

„Verið er að skoða ýmsa þætti, til að mynda varðandi sykur, markþjálfara og annað en ekkert af þessu hefur raunverulega verið rannsakað svo hægt sé að mæla með því.“

Greining ADHD hjá fullorðnum vandasöm

ADHD hjá fullorðnum einstaklingum hefur nokkra sérstöðu af ýmsum ástæðum. „Þetta er eina geðgreiningin sem ég veit um sem fólk beinlínis óskar eftir að fá,“ segir Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir en hún fjallaði um lyfjameðferð við ADHD hjá fullorðnum á málþinginu í gær.
 
„Greining á ADHD hjá fullorðnum er mjög vandasöm en oft er um fylgigreiningar að ræða, líkt og þunglyndi og kvíða. Einkenni athyglisbrests eru sameinleg með mörgum öðrum röskunum. ADHD er taugaþroskaröskun sem kemur fram á barnsaldri. Nauðsynlegt er að hafa ítarlega skoðunarsögu og greiningarferli til að greina sjúkdóminn,“ segir Þórgunnur og bendir á að ekki séu til líffræðilegir mælikvarðar sem skera úr um hvort einstaklingurinn er með sjúkdóminn. Þannig er til að mynda ekki hægt að mæla hvort sjúkdómurinn er til staðar eða til dæmis með því að taka blóðprufu.

Lyfin stundum misnotuð

„Vitað er að sum lyf sem notuð eru við ADHD eru misnotuð af fólki með fíknisjúkdóma,“ segir Þórgunnur. Tvö lyf eru notuð við vinnu ADHD-teymis Landspítalans, lyfin Concerta, sem er langvirkt form af methylphenidate, og atomoxetin, sem hefur sérlyfjaheitið Strattera. Þórgunnur segir að fyrra lyfið sé hannað þannig að erfitt sér að ná lyfi úr töflunni til að misnota. Engin hætta er aftur á móti á því að hitt lyfið sé misnotað.

„Auðvitað virka ekki öll lyf. Lyfjameðferð er alltaf fyrsta meðferð við ADHD hjá fullorðnum og við notum eingöngu atomoxetin þegar fólk er með fíknivanda,“ segir Þórgunnur. „Það eru ekki allir sem þurfa lyfjameðferð. Það verður að meta það eftir því hversu hamlandi einkennin eru. Fyrir suma er nóg að vita að þeir hafi þennan vanda og fái stuðning og fræðslu til að höndla einkennin.“

Tíðni greininga hefur farið vaxandi

„Hugræn atferlismeðferð í hóp fyrir fullorðna með ADHD hefur komið vel út í rannsóknum, en í flestum þeirra eru einstaklingarnir jafnframt á lyfjameðferð.“

„Tíðni greininga hefur farið vaxandi hér á landi og annars staðar,“ segir Þórgunnur. Hún segir að lyfjanotkun sé mun meiri hér á landi en annars staðar í Evrópu. Ekki sé til ein skýring á því, heldur sé það samspil marga þátta.

Þórgunnur nefndi í erindi sínu að fullorðnir einstaklingar með ADHD séu oft hamlaðir af sínum sjúkdómi og algengum fylgiröskunum og mikilvægt sé að þeir fái góða aðstoð. Sérfræðingar telji að sjúkdómurinn sé ofgreindur hér á landi en einnig vangreindur, en þá er átt við að einstaklingar komi ekki í greiningu eða séu ekki rétt greindir. „Greiningin er flókin og vandasöm og fer best á því að hún sé gerð í þverfaglegu teymi, líkt og í ADHD-teymi Landspítalans.“

mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »

Stöðva dreifingu mjólkur frá Viðvík

17:01 Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bænum Viðvík í Skagafirði. Í tilkynningu frá MAST segir að ástæða dreifingarbannsins, sem er tímabundið, sé sú að eftirlitsmanni Matvælastofnunar hafi verið meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Meira »

Ungir Íslendingar fá viðurkenningu

16:14 Um hundrað tilnefningar bárust dómnefnd Framúrskarandi ungra Íslendinga verðlaunanna sem árlega eru veitt af JCI samtökunum á Íslandi. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatningarverðlaun fyrir ungt fólk sem er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið á einn eða annan hátt. Meira »

Fengu tilkynningu um vopnaburð við Tækniskólann

15:30 Lögregla fékk tilkynningu um að menn bæru vopn inn í húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg, sem reyndist ekki vera rétt.  Meira »

Anna Elísabet lýðheilsusérfræðingur Kópavogs

16:55 Anna Elísabet Ólafsdóttir, doktor í lýðheilsufræðum, hefur verið ráðin sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá Kópavogsbæ, en um er að ræða nýja stöðu hjá bænum. Anna Elísabet hefur undanfarin fjögur ár starfað sem aðstoðarrektor og sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Háskólans á Bifröst. Meira »

Sögðu lögregluna hafa öskrað á sig

16:02 „Lögreglan kom mjög illa fram við mig og ég var mjög stressaður,“ sagði Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í dag þar sem aðalmeðferð fer fram í sakamáli gegn honum vegna ákæru um að hann hafi ráðið Birnu Brjánsdóttur bana um miðjan janúar á þessu ári. Meira »

Fara yfir öryggi og aðgengi við Leifsstöð

15:20 Starfshópur sem fjallar um öryggis- og aðgengismál við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kom til fundar í dag en starfshópnum var komið á laggirnar í kjölfar atviksins í gær þegar ökumaður keyrði í gegnum aðgangshlið og að flugstöðinni þar sem hann klessti bílinn. Mikið mildi var að enginn skyldi slasast. Meira »
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...