Brynja Mist enn týnd

Brynja Mist Snorradóttir.
Brynja Mist Snorradóttir.

Lögreglan á Selfossi lýsir enn eftir Brynju Mist Snorradóttur, 17 ára. Brynja er um 155 cm á hæð, grönn, bláeyg með sítt, aflitað hár. Hún strauk frá vistheimili að Hamarskoti í Flóa 15. janúar ásamt vinkonu sinni en sú fannst í Reykjavík.

Talið er að Brynja dvelji á höfuðborgarsvæðinu en þeir sem telja sig hafa orðið hennar varir eða vita hvar hún heldur til eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert