Sprauturnar eru ekkert til að óttast

Blóðbíllinn við Höfðabakka.
Blóðbíllinn við Höfðabakka. mbl.is/Þórður

„Þessi dagur var drjúgur. Um þrjátíu manns komu við hjá okkur og flestir voru í færum til að gefa 450 ml af blóði sem er skammturinn,“ segir Anna Guðný Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum.

Í gærdag, eins og svo oft áður, var bankafólk á ferð um bæinn og hafði að þessu sinni viðstöðu á Höfðabakka frá miðjum morgni fram til klukkan tvö. Á þessum slóðum eru nokkrir fjölmennir vinnustaðir og komu blóðgjafar meðal annars úr þeim ranni.

Í dag verður Blóðbílinn í Laugardalnum í Reykjavík við höfuðstöðvar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Æ fleiri blóðgjafar koma í bílinn góða, en ferðum hans er hagað samkvæmt áætlun sem aðgengilegt er á vefsetri bankans. Margir komi þó venju samkvæmt í aðalbankann sem er við Snorrabraut í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert