18 orrustuþotur á Keflavíkurvelli

Þjálfunarverkefnið Iceland Air Meet 2014 var formlega sett í morgun en æfingin er á vegum Atlantshafsbandalagsins og taka norskar, sænskar, finnskar, hollenskar og bandarískar sveitir þátt í æfingunni sem lýkur 21. þessa mánaðar en þessa dagana sinnir norsk flugsveit loftrýmisgæslu við landið. 

Bæði Svíar og Norðmenn leggja til 110 manna sveitir en alls taka um 300 manns  þátt í æfingunni. 18 orrustuþotur eru á landinu vegna aðgerðanna auk þriggja eldsneytisbirgðaflugvéla en þetta er í fyrsta sinn sem sænskar og finnskar sveitir taka þátt í slíkum æfingum við landið.

Landhelgisgæslan sem sér um rekstur varnar- og öryggiskerfa NATO við landið sér að miklu leyti um framkvæmd æfingarinnar af Íslands hálfu þó fleiri stofnanir á borð við ISAVIA komi einnig að málum en u.þ.b. heilt ár hefur farið í undirbúning verkefnisins.

<strong>Umfang æfinganna:</strong> <strong>•    Noregur verður með sex F16-orrustuþotur og um 110 liðsmenn.  </strong><br/><strong></strong> <strong>•    Finnland verður með fimm F18-orrustuþotur, 2 NH-90 SAR-þyrlur og 60 liðsmenn.</strong><br/><strong></strong> <strong>•    Svíþjóð verður með sjö JAS-39-orrustuþotur, C-130-eldsneytisflugvél og 110 liðsmenn.</strong><br/><strong></strong> <strong>•    Holland verður með eina KC10-eldsneytisbirgðaflugvél.</strong><br/><strong></strong> <strong>•    Bandaríkin verða með eina KC135-eldsneytisbirgðaflugvél.</strong><br/><strong></strong> <strong>•    NATO verður með eina ratsjárflugvél sem verður staðsett í <span class="st"><strong>Ørland</strong></span>, Noregi.</strong>
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert