Bréf Víglundar tekið fyrir fljótlega

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG.
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við eigum eftir að taka bréfið fyrir hjá nefndinni. Því hefur verið beint til hennar og við munum taka það fyrir. Hvort sem það verður gert á næsta fundi eða þarnæsta þá verður það gert fljótlega.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í samtali við mbl.is en Víglundur Þorsteinsson, lögfræðingur og fyrrverandi stjórnformaður BM Vallár, hefur sent nefndinni bréf, þar sem hann fer þess á leit að hún upplýsi þjóðina um það ferli sem leiddi til þess að erlendir kröfuhafar eignuðust tvo ríkisbanka í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Ögmundur segir aðspurður að þar sem bréfið hafi ekki verið tekið fyrir af nefndinni sé ekki hægt að tjá sig um innihald þess að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert