„Skarð sem ekki verður fyllt?“

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi.
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Viðbrögðin eru sterk. Fólk tjáir sig meðal annars á fésbókarsíðu samtakanna og finnst fréttirnar hræðilegar og sorglegar. Viðbrögðin eru kannski ekki víðtæk en þau eru sterk. Einstaklingar þakka samtökunum bætt líf, hjálp við að komast út úr sálrænni áþján þunglyndis og hryllilegum afleiðingum eineltis.“

Þetta sagði Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins. Þar vísaði hann til þess að samtökin Regnbogabörn voru lögð niður síðastliðinn laugardag. Willum sagði að ástæðan fyrir þeirri ákvörðun væri hefðbundin, peningaskortur og enginn opinber stuðningur. Um væri að ræða góðgerðarsamtök sem ynnu að því að bæta íslenskt samfélag sem stofnuð hefðu verið af einstaklingum með hugsjón.

Þau hafa snert líf 20 þúsund einstaklinga á þeim tíma, átt ríkan þátt í að opna augu okkar og verið áberandi vettvangur í þjóðarátaki gegn þessu manneskjumeini. Ég skynja vel að viðbragðsáætlanir í skólakerfinu síðasta áratuginn hafa batnað, það hefur eitthvað áunnist, ég hef engan mælikvarða á það. Ég stend ekki hérna með ákall um peninga til handa einhverjum samtökum sem hafa verið lögð niður. Nei. Okkar ábyrgð er fyrst og fremst sú að spyrja hvort hér myndist skarð sem ekki verður fyllt?“

Frétt mbl.is: Ekki að gefast upp á málefninu

Frétt mbl.is: Samtökin Regnbogabörn lögð niður

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert