Íbúðir og fiskur fara ekki saman

Hugmynd að breytingu á húsinu við Geirsgötu 11.
Hugmynd að breytingu á húsinu við Geirsgötu 11.

Líklegra er að húsið að Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn verði rifið en að í því verði aftur atvinnustarfsemi.

Brim hf. á húsið sem er um 2.500 fermetrar að stærð og nú notað sem geymsla. Fyrirtækið gerði samning við Faxaflóahafnir 2012 um að gera húsið upp og koma lífi í það aftur.

Brim lagði fram hugmynd um breytingar á útliti hússins og að í því yrði fiskvinnsla, sýningarrými, fiskmarkaður og útimarkaður, skrifstofur fyrirtækisins, veitingasala og aðstaða fyrir sjóstangaveiðifólk. Nú blasir annað við því Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., segir að búið sé að slá þessa hugmynd út af borðinu með nýju skipulagi Reykjavíkurborgar þar sem fylla á höfnina af íbúðablokkum, en íbúðablokkir og fiskvinnsla fari ekki saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert