Vill lækka bensín- og áfengisgjöld

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði í dag fram á Alþingi frumvarp til laga um gjaldskrárlækkanir. Þar eru tillögur að lækkun á svokölluðum krónutölusköttum og gjaldskrám, úr 3% í 2% með það að markmiði að verðlagsáhrif, sem af þeim leiði, verði minni en ella, eins og segir í frumvarpinu.

Þetta þýðir að nái frumvarpið fram að ganga muni almennt og sérstakt vörugjald á bensín, svo og olíugjald og kílómetragjald lækka um 1%. Jafnframt er lagt til að gjald af áfengi og tóbaki lækki til samræmis um 1%.

Einnig er lagt til að umhverfis- og auðlindaskattar lækki og raforkuskattur og kolefnisgjald af eldsneyti.

Við vinnslu frumvarpsins var m.a. stuðst við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2013, í tengslum við gerð kjarasamninga, sem kynnt var SA og ASÍ. Einnig var haft samráð við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, að því er segir í frumvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert