Allar viðvörunarbjöllur fara í gang

Laxeldi hefur verið byggt upp í fjörðum Vestfjarða. Þar er …
Laxeldi hefur verið byggt upp í fjörðum Vestfjarða. Þar er gott eftirlit með sjúkdómum og ekki talin sérstök hætta á að laxaveiran berist þangað. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þetta hefur gerst áður og því fara allar viðvörunarbjöllur í gang. Við eigum ekki að að hafa áhyggjur en ég viðurkenni að ég hef sofið illa á nóttunni.“

Þetta segir Egill Steinþórsson, framkvæmdastjóri færeyska fiskeldisfyrirtækisins Faroe Farming, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Komið hefur upp skæð veira í einni sjókvíaeldisstöð í Færeyjum, svonefndur blóðþorri í laxi (ISA).

Ekki er talin sérstök hætta á að veiran berist í sjókvíar hér við land. Fast er tekið á málinu í Færeyjum enda gekk þessi vírus nánast af laxeldinu þar dauðu í byrjun aldarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert