Fór í mál við dreng sem hljóp fyrir hjól

Maðurinn var á hjóli.
Maðurinn var á hjóli. Styrmir Kári

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað dreng af kröfum karlmanns sem taldi hann bera skaðabótaábyrgð á líkamstjóni sínu sem varð í slysi í Hafnarfirði í september árið 2010. Drengurinn hljóp þá fyrir manninn sem sjálfur var á reiðhjóli.

Maðurinn var hjólandi á leið til vinnu klukkan rétt rúmlega átta að morgni. Hann var á leið niður brekku og var drengurinn á gangi upp sömu brekku. Drengurinn hljóp fyrir manninn með þeim afleiðingum að hann féll af hjóli sínu.

Í niðurstöðu dómsins segir að allt bendi til þess að maðurinn hefði getað stöðvað hjólið eða að minnsta kosti dregið mjög úr hraða þess áður en þeir rákust saman og án þess að missa jafnvægið og detta, enda sé maðurinn vanur hjólreiðum frá barnsaldri. Hann þurfi því að bera tjón sitt sjálfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert