Skorradalur verði áfram sjálfstæður

Meirihluti íbúa Skorradalshrepps sem þátt tóku í skoðanakönnun sem hreppsnefnd stóð fyrir á meðal íbúanna vill að hreppurinn verði áfram sjálfstætt sveitarfélag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hreppsnefndinni.

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar voru lagðar fyrir fund hreppsnefndarinnar í kvöld en samkvæmt þeim vilja 59% að Skorradalshreppur verði áfram sjálfstætt sveitarfélag, 38,5% að hreppurinn taki upp sameiningarviðræður við Borgarbyggð og 2,6% að hann taki upp slíkar viðræður við Hvalfjarðarsveit.

Fram kemur að 47 íbúar hafi verið í hreppnum 6. mars síðastliðinn. 39 hafi tekið þátt í skoðanakönnuninni eða 83%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert