Samfylkingin heldur flokksstjórnarfund

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mun ávarpa fundinn kl. 13 …
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, mun ávarpa fundinn kl. 13 í dag. mbl.is/Eggert

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og mun Árni Páll Árnason, formaður flokksins, flytja setningarræðu fundarins kl. 13. Að henni lokinni munu sveitarstjórnarfulltrúar Samfylkingarinnar fjalla um sín hjartans mál. Að því búnu verða almennar stjórnmálaumræður,  að því er fram kemur á heimasíðu flokksins.

Klukkan 9 í morgun hófst fundur sveitarstjórnarráðs flokksins og formanna aðildarfélaga Samfylkingarinnar. Þar er m.a. undirbúningur kosningabaráttunnar fyrir komandi kosningar til umræðu.

Fundurinn fer fram í Víkingasal Hótel Natura og mun hann standa til kl. 16:30. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert