Sprauta út preju-djús

Frá blaðamannafundinum í dag þar sem enska útgáfa lagsins og …
Frá blaðamannafundinum í dag þar sem enska útgáfa lagsins og myndbandið var kynnt mbl.is/Eggert

„Lagið okkar er auðvitað þannig að það við erum engar dívur og það eru engir langir háir tónar heldur hefur það aðallega góðan boðskap. Við teljum það skynsamlegast ef við ætlum að komast uppúr þessum riðli, sem verður erfitt, að boðskapur lagsins komist til skila“sagði Haraldur Freyr Gíslason í hljómsveitinn Pollapönk. Hljómsveitin mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision þetta árið með lagið Enga fordóma. Lagið verður flutt á ensku undir nafninu No prejudice

Sprauta út predju-djús

Hugmyndin að baki laginu er, eins og frægt er, að berjast gegn fordómum. „Heiti hugmyndarinnar er Pollapönk berst gegn fordómum af ást. Hugmyndin í myndbandinu er að þarna sé einn vondur karl sem er með fordóma og að leggja fólk í einelti út af einhverju. Og við komum svo og dælum yfir hann okkar ást í gegnum músíkina. Við köllum vökvann sem við dælum á hann preju-djús (frá enska orðinu prejudice sem þýðir fordómar),“ segir Haraldur.

Gefa út safnplötu og ferðast norður

Einn meðlimur hljómsveitarinnar er nú staddur á tónleikaferðalagi í Kína en um leið og hljómsveitin kemur saman aftur fer hópurinn í hljóðver til að taka upp plötu með öllum bestu lögum Pollapönks ásamt nýju efni. Á platan að koma út 12. apríl. Að því loknu fer hópurinn til Akureyrar þar sem hljómsveitin kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands auk þess sem þeir munu nýta tímann í æfingar. Þann 27 apríl er svo ferðinni heitið til Kaupmannahafnar þar sem þeir munu stunda stífar æfingar þangað til keppnin hefst. 

Markaðssetningin skiptir miklu máli

„Nú förum við í það verkefni að markaðssetja þennan boðskap fyrir Evrópu. Við höfum ekki mikinn pening eins og margar aðrar þjóðir en reynum að koma boðskapnum til skila svo við komumst upp úr riðlinum svo Íslendingar geti haldið partí á laugardagskvöldinu.“Það var tónlistamaðurinn John Grant sem sá um að þýða lagið á ensku. „John hélt sig alveg við hugmyndina og þýddi eins beint og hann gat. en boðskapurinn heldur sér alveg,“ sagði Haraldur. 

Atriðið í Kaupmannahöfn verður skipað sömu aðilum og stóðu á sviði í úrslitakeppni sjónvarpsins hér á landi. Með í för verður því einnig Óttarr Proppé, þingmaður. „Þingmaðurinn fékk frí frá vinnu, hann hefur fengið mikinn stuðning á þinginu til að fara í þetta verkefni. Hann verður fyrsti þingmaðurinn í sögunni sem fer í Eurovision. Það er líka mjög gott fyrir markaðssetninguna að hann sé með okkur í för,“ bætir Haraldur við. 

Byrjuðu með 40 hugmyndir

„Þegar ég hitti Valla fyrst sagði hann mér gróflega frá um 40 hugmyndum sem þeir höfðu komið með og þá byrjaði ég að tína út. Fyrst þegar ég heyrði þá fannst mér riffið vera gamaldags og töff og út frá því sem einhver þeirra sagði greip ég orðið ofurhetja,“ segir Elvar Gunnarsson sem leikstýrði myndbandinu.  Okkur gafst ekki mikill tími til að vinna þetta, við fengum verkefnið viku fyrir tökur þannig að það þurfti að framleiða þetta og skrifa á einni viku.“

Hann segist vona að myndbandið geti hjálpað laginu í Eurovision. „Það er búið að vera virkilega gaman að taka þátt í einhverju sem hefur einhvers konar tilgang.“ Elvar gerir sér grein fyrir því að fólk hefur mismunandi skoðanir á því sem við kemur Eurovision. „Það er fyndið að taka þátt í einhverju eins og Eurovision sem allir hafa skoðanir á. Þetta fer út til fólks og allir pikka í þetta með einhverjum hætti,“ segir Elvar að lokum. 

mbl.is/Eggert
Myndbandið féll í kramið hjá áhorfendum
Myndbandið féll í kramið hjá áhorfendum mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert