Lenti í Keflavík vegna bilunar

Emirates Boeing 777-300 á Changi flugvellinum í Singapúr.
Emirates Boeing 777-300 á Changi flugvellinum í Singapúr. Ljósmynd/Wikipedia

Lenda þurfti Boeing 777-300ER-farþegaþotu Emirates-flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna tæknibilunar. Vélin var á leið frá Washington í Bandaríkjunum til Dúbaí. Hún hélt áfram leið sinni fjórum tímum síðar, eftir ítarlega yfirferð flugvirkja.

Talsmaður Emirates gaf ekki upp hvers konar bilun var um að ræða en að vandamálið hefði verið leyst í Keflavík. „Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem farþegar hafa orðið fyrir en það er velferð þeirra og öryggi sem er í fyrirrúmi og verður ekki slakað á kröfum í þeim efnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert