Ránið í Dalsnesti enn óupplýst

Hér sést maðurinn sem er grunaður um ránið. Myndin er …
Hér sést maðurinn sem er grunaður um ránið. Myndin er tekin úr eftirlitsmyndavél verslunarinnar.

Ræninginn sem ógnaði starfsmanni Dalsnestis í Hafnarfirði með felgulykli og hafði á brott með sér fjármuni úr sjóðsvél er enn ófundinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið enn í rannsókn og er unnið úr ábendingum og upplýsingum sem borist hafa.

Ef einhver býr yfir upplýsingum sem nýst geta við rannsókn málsins er viðkomandi hvattur til að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókasíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Lögreglan birti myndskeið á facebooksíðu sinni sem sýnir ræningjann ganga inn í verslunina og út með þýfi. Óskað var eftir upplýsingum frá almenningi vegna ránsins. Í myndskeiðinu má sjá ræningjann, sem er um 180 cm á hæð. Hann var klæddur í hettuúlpu, ljósgráar joggingbuxur og dökka Converse-skó. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert