Eldflaug hafnað en Skröggur í lagi

Eldflaug en ekki nafn. stækka

Eldflaug en ekki nafn. AFP

Mannanafnanefnd hefur hafnað kvenkyns eiginnafninu Eldflaug, meðal annars á þeirri forsendu að nafnið geti orðið barni til ama. Nefndin samþykkti hins vegar karlkyns eiginnafnið Skröggur sem hefur þá merkingu samkvæmt orðabók að vera karlfauskur. Fjölmargir úrskurðir voru kveðnir upp undanfarið.

Hvað kvenmannsnafnið Eldflaug varðar segir mannanafnanefnd: „Orðið eldflaug er samnafn sem þarfnast ekki sérstakrar útskýringar, enda vel þekkt í íslensku máli. Allmörg dæmi eru um það í íslensku að samnöfn séu notuð sem mannanöfn. Hins vegar er það verulega sjaldgæft að samnöfn sem merkja manngerð tól og tæki af ýmsu tagi séu notuð með þeim hætti.“

Loksins er leyfilegt að nefna son sinn Elvis Aaron.

Loksins er leyfilegt að nefna son sinn Elvis Aaron. mbl.is

Þá segir að það geti orðið barni til ama þar sem það tilheyrir merkingarflokki sem fá eiginnöfn og engin samsett eiginnöfn hafa tilheyrt hingað til.

En konunni sem vildi heita Eldflaug var þó góðfúslega bent á að hún geti engu að síður notað nafnið: „Benda má á að fólki kann að vera frjálst að nota nafn, t.d. listamannsnafn, á ýmsum vettvangi þótt það sé ekki hið formlega skráða nafn viðkomandi í Þjóðskrá.“

Elvis Aaron loksins möguleiki

Af öðrum nöfnum má nefna Aaron sem var samþykkt sem karlkyns eiginnafn. Þar sem eiginnafnið Elvis var áður samþykkt er því ekkert til fyrirstöðu fyrir æsta aðdáendur konungs rokksins að nefna syni sína Elvis Aaron eftir hetjunni.

Einnig féllst nefndin á karlkyns eiginnafnið Elía. „Tekið skal fram að eiginnafnið Elía á rætur að rekja til Biblíunnar, sbr. Elía spámann, og hefur unnið sér hefð sem eiginnafn á karlmanni í íslenskri tungu,“ segir í rökstuðningnum.

Eric Clapton söng um Laylu sína, en hún var ekki íslensk og verður líklega aldrei.

Eric Clapton söng um Laylu sína, en hún var ekki íslensk og verður líklega aldrei. mbl.is/HAG

Þá voru karlkynsnöfnin Þórinn, Dalí, Evían, Ásar, Eddi, Marzilíus, Sigurlogi, Dynþór, Fíus, Benvý, Gulli, Sæmi, Reykdal, Skröggur og Auður. Er sérstaklega tekið fram með Auður að það haggi ekki stöðu sama nafns sem kvenmannsnafns.

Nefndin hafnaði hins vegar nöfnunum Krishna, Cesar, Gauji og Fenris. Síðastnefnda nafninu var hafnað á þeirri forsendu að það er eignarfallsmynd nafnsins Fenrir sem þekkt er úr norrænni goðafræði og er á mannanafnaskrá. „Að nota Fenris í nefnifalli stríðir gegn hefð nafnsins Fenrir og er því ekki mögulegt að fallast á það sem eiginnafn.“

Engin íslensk Layla á næstunni

Þegar litið er til kvenmannsnafna þá samþykkti nefndin nöfnin Karmen, Fold, Arja, Sjana, Irmelín, Olivia, Grethe, Dúnna, Alena, Eyborg, Christel, Sigvalda, Varða, Manúella, Elíza, Akira, Ísidóra, Sæbrá, Daría, Rökkva, Íslilja, Ósklín, Andríana, Sigrid, Cathinca og Júní.

Nöfnunum Maxime, Maxine, Layla, Zoë og Alex var hins vegar hafnað. Um nafnið Alex segir: „Eiginnafnið Alex er töluvert algengt í íslensku máli sem eiginnafn karla. Engin dæmi eru hins vegar um að það sé notað sem eiginnafn konu. Það er niðurstaða mannanafnanefndar að nafnið geti einvörðungu talist karlmannsnafn í íslensku máli.“

Þá var millinafnið Sig samþykkt en Gests hafnað.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Píratar stærstir í 5 af 6 kjördæmum

Í gær, 22:09 Flokkur Pírata væru stærstir í 5 af 6 kjördæmum Íslands ef niðurstöður kosninga væru í takt við Þjóðarpúls Gallup. Þetta kom fram í tíufréttum RÚV. Framsóknarflokkurinn fengi 8,9% fylgi, og hefur ekki mælst með minna fylgi síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók við formennsku í flokknum í ársbyrjun 2009. Meira »

„Fylgja þessu stress og vonbrigði“

Í gær, 21:42 Snædísi Rán finnst eins og ekki sé gert ráð fyrir því að fólk sem þarf túlk geti verið félagslynt og athafnasamt fólk sem sé tilbúið að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið. Sjónum sé frekar beint að því hversu mikið þetta kosti og óskapast yfir því hvað fólk þurfi að gera við alla þessa túlkun. Meira »

Skíðað í skýjunum

Í gær, 21:29 Hallgrímur Kristinsson mun þann 5. júní leggja af stað í ferðalag á fjallið Muztagh Aga í Kína, sem er 7.546 m hátt. Það sérstaka við för Hallgríms er að hann ætlar að komast upp á tind fjallsins á fjallaskíðum og skíða niður en enginn Íslendingur hefur gert tilraun til að skíða í svo mikilli hæð. Meira »

Inni í stærsta hóteli landsins

Í gær, 20:17 Það var ennþá verið að klára síðustu handtökin við þrif og tiltekt á Fosshótel Reykjavík í dag þegar fyrstu gestirnir komu til innritunar. Hótelið sem er það stærsta á landinu getur tekið á móti stórum hópum og von var á slíkum frá Þýskalandi strax á fyrsta degi. mbl.is kom við á hótelinu í dag. Meira »

Venus virkar vel en lítið að veiða

Í gær, 19:36 Í frétt á vef HB Granda segir að Venus NS, nýjasta fiskiskip íslenska flotans, sé nú að kolmunnaveiðum SA af Færeyjum ásamt nokkrum öðrum skipum. Að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra hefur skipið og allur búnaður virkað vel en aflabrögðin hafa verið ákaflega treg. Meira »

Exista með öruggari lántakendum

Í gær, 18:35 Hlutafélagið Exista var með öruggari lántakendum SPRON fyrir hrun. Stjórnendur sparisjóðsins þekktu fjárhagsstöðu félagsins mjög vel og töldu að hún hafi verið býsna sterk í lok septembermánaðar 2008, þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán. Meira »

Vill samstarf um lága verðbólgu

Í gær, 17:30 „Við þurfum að endurbyggja traust í samskiptum stjórnvalda og vinnumarkaðar. Og það er ekki eitthvað sem hefur gerst á liðnu ári eða liðnum tveimur, fimm árum. Það er miklu lengri saga, áratugalöng saga þar að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Umsagnir komnar til nefndarinnar

Í gær, 17:50 Endurupptökunefnd hafa borist umsagnir Davíðs Þórs Björgvinssonar, setts ríkissaksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, um endurupptökubeiðnir Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar. Þetta staðfesti Björn L. Bergsson, formaður nefndarinnar, við mbl.is rétt í þessu. Meira »

Viltu að Reykjavík verði borgríki?

Í gær, 17:30 Hilmar Sigurðsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur lagði, í dag fram tillögu þess efnist að hafinn verði undirbúningur að ráðgefandi íbúakosningu í Reykjavíkurborg þar sem spurt verði: „Vilt þú að Reykjavík verði sjálfstætt borgríki?“ Meira »

Moskan ekki á borði Gunnars Braga

Í gær, 16:58 „Fyrst er frá því að segja að mál þetta hefur ekki með nokkrum hætti ratað inn á borð utanríkisráðuneytisins eða utanríkisþjónustunnar. Ég kannast ekki við að óskað hafi verið eftir sérstaklega aðkomu þjónustunnar að málinu.“ Meira »

Enn enginn fundur boðaður

Í gær, 16:43 Enn hefur enginn fundur verið boðaður í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins, en félagið sleit viðræðum við samn­inga­nefnd rík­is­ins á föstu­dag. Ólaf­ur G. Skúla­son, formaður félagsins, segir stöðuna óbreytta síðan fyrir helgi. Meira »

Gunnar endurkjörinn forseti SÍ

Í gær, 16:38 Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins laugardaginn 30. maí sl. en hann hefur setið í embættinu frá 2009. Pálmi R. Pétursson, fráfarandi varaforseti, hætti í stjórn en sæti hans tók Óskar Long Einarsson. Meira »

„Tvennar sögur fara af lyktinni“

Í gær, 16:15 Hin signa grásleppa er fáanleg tímabundið á sumri hverju. Arnar segir að verslunin hafi ekki verið með réttinn á boðstólnum í fyrra. „Við reynum að kaupa talsvert magn af þessu og geyma fryst. Eldra fólkið hamstrar þetta þannig að þetta endist ekki mjög lengi. Við vorum síðan ekki með þetta í fyrra þegar þetta hækkaði í verði.“ Meira »

Rannveig: „Samviska mín er hrein“

Í gær, 15:43 Rannveig Rist, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON og núverandi forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sér ekki að neinar reglur hafi verið brotnar þegar stjórn SPRON samþykkti að veita Exista tveggja milljarða króna peningarmarkaðslán þann 30. september 2008. Meira »

Tilbúnir í átök ef til þarf

Í gær, 15:10 Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga iðnaðarmanna um verkfallsboðun er skýr og sýnir að félagsmenn þeirra eru tilbúnir í átök ef þau þarf til, að sögn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Félögin hafa samþykkt að boða til verkfalls í næstu viku. Meira »

Yfir 20 hafa sagt upp

Í gær, 15:50 Rúmlega tuttugu geislafræðingar á Landspítalanum hafa sagt upp störfum sínum, eða um þrjátíu prósent allra þeirra geislafræðinga sem starfa á spítalanum. Þetta staðfesti Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans í samtali við mbl.is. Meira »

Fagnar ákvörðun Evrópusambandsins

Í gær, 15:38 „Ég fagna því að ESB hafi loksins ákveðið að taka tillit til óska okkar sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis og taka okkur af sínum listum yfir umsóknarríki,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is Meira »

Lést á gjörgæsludeild

Í gær, 15:04 Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi í Hvítársíðu í Borgarfirði í síðustu viku lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Maðurinn, sem var indverskur ferðamaður, var á fertugsaldri. Meira »
SKÖNNUN OG LJÓSRITUN
Samskipti - prentlausnri fyrir skapandi fólk...
MATSEÐLAR OG BORÐSTANDAR
Samskipti - prentlausnir fyrir skapandi fólk...
Vegghillur til sölu
Flottar vegghillur 2,0 m. breidd hver eining verð 140þ. fyrir báðar uppl. 820-5...
6 mánaða papillon tík
Til sölu yndisleg 6 mánaða papillon tík sem heitir Rúbý. Hún Rúbý leitar af góð...
 
Grv 2015-09
Tilboð - útboð
ÚT BOÐ Óskað er eftir tilboðum í ver...
Viðtalstímar
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn ...
Skipulags og byggingafulltrúi
Sérfræðistörf
Skipulags- og byggingarfulltrúi Auglýs...