Ylli mikilli röskun á öllu flugi

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Samþykki félagsmenn þriggja stéttarfélaga sem starfa hjá Isavia boðun verkfalls, sem nú er í undirbúningi, gæti það valdið mikilli truflun á millilanda- og innanlandsflugi á flugvöllum um allt land að sögn Kristjáns Jóhannssonar, formanns Félags flugmálastarfsmanna ríkisins.

Félögin sem um ræðir eru, auk FFR, SFR og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Kjaraviðræður vegna starfsmannanna hjá Isavia, sem eru m.a. öryggisverðir á Keflavíkurflugvelli og starfsmenn í björgunar- og viðbragðsþjónustu á flugvöllum um allt land, eru sagðar komnar í algjöran hnút.

Hafa samninganefndir félaganna lagt til að efnt verði til atkvæðagreiðslu um boðun aðgerða. Hún á að hefjast á baráttufundi 27. mars, á morgun, og niðurstöður liggja fyrir 3. apríl. „Við erum ekki að tala um allsherjarverkfall en ef þessi félög fara í einhvers konar skærur þá myndi það valda miklum truflunum,“ segir Kristján í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert