Þolinmæði Eyjamanna á þrotum

Fjöldi Eyjamanna tók á móti Herjólfi við komuna til Vestamannaeyja …
Fjöldi Eyjamanna tók á móti Herjólfi við komuna til Vestamannaeyja í dag. Var það til að sýna í verki að þolinmæðin vegna verkfalls sé þrotum. Ómar Garðarsson.

Eyjamenn fjölmenntu á Básaskersbryggju við komu Herjólfs síðdegis þegar skipið lagðist að bryggju. Margir mættu á bifreiðum sínum og þeyttu bílflautur af miklum móð. Með þessu vildu Eyjamenn sýna í verki að þolinmæði þeirra í garð verkfalls undirmanna á Herjólfi sé á þrotum.

Greint er frá því á vef Eyjafrétta að stór hluti af bílaflota Eyjamanna hafi verið á bryggjunni og mikill hávaði hafi myndast þegar bílflautur voru þeyttar. Kveikjan var ákall Berglindar Sigmarsdóttur, Eyjakonu og fulltrúa Braveheart hópsins, sem krefst þess samgöngur komist í samt lag. „Það er ekki nóg að pirrast úti í horni, það er kominn tími til að láta vita að við erum búin að fá nóg. Ef þið eruð með, deilið þessu og látið ganga. Sýnum starfsfólki Herjólfs stuðning og mótmælum því að Vegagerðin og Eimskip haldi Vestmannaeyjum í gíslingu,“ sagði í tilkynningu Braveheart hópsins.

Hér að neðan er myndband frá mótmælunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert