Lágmarkslaun verði tryggð

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hafði frumkvæði að málinu og …
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hafði frumkvæði að málinu og er fyrsti flutningsmaður þess. mbl.is/Ómar Óskarsson

Markmið lagafrumvarps þriggja þingmanna, sem lagt var fyrir Alþingi í dag, er að tryggja með lagasetningu lágmarkslaun á Íslandi sem veiti öllum fullorðnum einstaklingum sem starfa á Íslandi ávallt rétt til launa sem nægja fyrir framfærslu.

Flutningsmenn frumvarpsins eru þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Birgitta Jónsdóttir.

Í frumvarpinu segir að tilgangurinn sé að innleiða og viðhalda þeirri tilhögun að lægstu grunnlaun á íslenskum vinnumarkaði nægi til einstaklingsframfærslu samkvæmt landsmeðaltali dæmigerðs neysluviðmiðs og að bein tengsl séu á milli lágmarkslauna og framfærslukostnaðar.

Er lagt til að Vinnumálastofnun hafi eftirlit með því að ákvæðum laganna verði fylgt og hafi í þeim tilgangi aðgang að launagreiðsluupplýsingum launagreiðenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert