Gott vor er grassins eina von

Laugardalsvöllur er lífvana um þessar mundir.
Laugardalsvöllur er lífvana um þessar mundir. Kristinn V. Jóhannsson

„Þetta lítur illa út. Það verður að segjast,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstarfsmaður á Laugardalsvelli sem kemur illa undan vetri. Ástæðan er sú að grasið var lengi undir klaka og fyrir vikið komst súrefni illa að því. Sömu sögu er að segja af öðrum knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu þar sem gras er víða dautt.

Kristinn hefur komið að vallarstjórn í tæp 20 ár og segist hann aldrei hafa séð verra ástand. „Það voru tekin sýni og þau send í greiningu. Þau líta ekki vel út og það er eins og allt sé dautt,“ segir Kristinn og bætir við að ástandið sé slæmt víðar en á Laugardalsvelli.  

Páskahret kæmi sér illa 

Hann segir að það eina sem hægt sé að gera á þessari stundu sé að vonast eftir góðu veðri. Páskahret gæti komið afar illa niður á grassprettu á höfuðborgarsvæðinu þetta árið. „Þegar svellið er lengi yfir vellinum þá myndast sýrur og önnur vond efni í jarðveginum. Þess vegna kemur þessi lykt þegar svellið fer. Fyrst þarf að losa hana úr jarðveginum með því að vökva hann. Því næst þarf að sanda og sá í völlinn,“ segir Kristinn um það sem  hægt er að gera. 

Vonast eftir góðum apríl 

Aðspurður segist Kristinn ekki vongóður fyrir hönd vallarins í sumar. „Það eina sem er hægt að gera er að vonast eftir góðum apríl. Ég er ekki vongóður á að fyrsti leikur verði spilaður á Íslandsmótinu hér,“ segir Kristinn og bendir á að sama vandamál hafi verið uppi á Norðurlandi í fyrra. „Tindastóll spilaði t.a.m. sinn fyrsta leik í 19. júlí í fyrra. En þar var vorið ekki gott hitalega séð,“ segir Kristinn.  

Fundað verður á miðvikudag um það hvernig bregðast eigi við grasdauða. 

Laugardalsvöllurinn var lengi undir klaka í vetur.
Laugardalsvöllurinn var lengi undir klaka í vetur. Ljómsynd/KSÍ
Lítið líf er í vellinum. Búið er að senda sýni …
Lítið líf er í vellinum. Búið er að senda sýni í ræktun sem ekki hefur tekið við sér.
Kristinn og Jóhann Friðrik sonur hans.
Kristinn og Jóhann Friðrik sonur hans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert