Heiftarleg slagsmál tveggja stara

„Þetta eru allavega ekki ástaratlot, heldur púra agressjón," segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, um myndskeið sem náðist af tveimur störum sem blaðamenn mbl.is þóttust vissir um að væru innileg ástaratlot. Hann segir svo ekki vera þó hann minnist þess ekki að hafa séð önnur eins slagsmál á milli tveggja stara.

„Þeir gætu verið að slást um varpstað, það er hörgull á góðum varpstöðum fyrir starann,“ segir Jóhann Óli sem sjálfur er með þrjá varpkassa sem þeir verpi í tvisvar á sumri. Nú styttist í varptímann en fyrstu stararnir verpa seint í þessum mánuði og oft aftur í júní.

Það var Ingólfur Guðmundsson starfsmaður Morgunblaðsins sem náði myndunum af athæfi staranna sem Jóhann Óli segist vera „gáttaður“ á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert