10 milljónir í tækjakaup á augndeild

Augnbotnar skoðaðir á augndeild Landspítalans.
Augnbotnar skoðaðir á augndeild Landspítalans. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir Lions-hreyfinguna á Íslandi og er mikill heiður fyrir hana,“ segir Barry J. Palmer, alþjóðaforseti Lions.

Hann er staddur hér á landi vegna undirbúnings alþjóðlega sjónverndardagsins 14. október nk. Lions á Íslandi mun þá í fyrsta sinn sjá um þennan árlega heimsviðburð hreyfingarinnar.

Mikið stendur til í haust og m.a. liggur fyrir að um 10 milljónir króna munu renna til tækjakaupa fyrir augndeild Landspítalans. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Palmer Lions á Íslandi hafa staðið sig vel í sínum verkefnum en hvergi í heiminum eru hlutfallslega jafnmargir félagar og hér.

„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir Lionshreyfinguna á Íslandi og er mikill heiður fyrir hana,“ segir Ástralinn Barry J. Palmer, alþjóðaforseti Lions, í viðtali við Morgunblaðið en hann er staddur hér á landi vegna undirbúnings fyrir Alþjóðlega sjónverndardaginn 14. október nk. Lionshreyfingin á Íslandi mun þá í fyrsta sinn halda þennan dag sem er árlegur heimsviðburður innan alþjóðasamtaka Lions.

Palmer átti fund í gær með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, skoðaði sig um í Hörpu, gróðursetti tré og móttaka var í gærkvöldi fyrir Lionsfélaga í Lionsheimilinu, Sóltúni. Í dag mun alþjóðaforsetinn funda með forystumönnum hreyfingarinnar á Íslandi og heimsækja dvalarheimilið Eirhamar, fyrirtækið Ístex og Reykjalund í Mosfellsbæ.

Ferðalög um heiminn eru stór hluti af starfi alþjóðaforsetans en Palmer segist hafa náð tólf dögum heima hjá sér í Ástralíu síðan hann tók við embættinu um mitt síðasta ár. Hann hefur langa og mikla reynslu innan Lions, bæði í Ástralíu og á heimsvísu, allt frá árinu 1975.

Tækjakaup fyrir Landspítalann

Sjónvernd er stærsta verkefni alþjóðahjálparsjóðs Lions, LCIF, og Alþjóðlegi sjónverndardagurinn er stærsti viðburður sjóðsins. Eitt meginmarkmið þessa dags er að styðja við fólk í fátækum löndum og að það geti öðlast sjón með einföldum aðgerðum. Einnig hefur verið stutt við tækjakaup víða um heim, m.a. hér á landi, og í haust stendur til að styrkja augndeild Landspítalans með tækjakaupum fyrir um 10 milljónir króna.

Aðaldagskrá sjónverndardagsins fer fram í Reykjavík á þriðjudeginum 14. október og búist við að fjöldi Lionsfélaga af öllu landinu komi til að taka þátt. Sérstök athöfn verður á Landspítalanum, sýning um sjónvernd opnuð fyrir almenning og hátíðardagskrá um kvöldið. Helgina á undan eru Lionsklúbbar einnig að undirbúa dagskrá og viðburði í tengslum við sjónverndardaginn.

Barry Palmer alþjóðaforseti lions
Barry Palmer alþjóðaforseti lions Þórður Arnar Þórðarson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert