Enginn vill einka- og kennsluflugið

Mikil starfsemi er í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.
Mikil starfsemi er í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/RAX

Í nýju deiliskipulagi fyrir Fluggarðasvæðið á Reykjavíkurflugvelli sem samþykkt var í síðustu viku er gert ráð fyrir að Fluggarðarnir víki fyrir annarri byggð strax á næsta ári.

Töluverð starfsemi er í Fluggörðum þar sem reknir eru flugskólar, flugklúbbar og minni flugfélög. Mikil óvissa ríkir nú um framtíð einka- og kennsluflugs þar sem ekkert liggur fyrir hvert færa á alla starfsemi Fluggarðasvæðisins sem hýsir um 85 flugvélar í 8.000 fermetrum af húsnæði.

Guðmundur Sveinbjörnsson rekur flugfélagið Geirfugl á Fluggarðasvæðinu og þarf fyrirtækið að flytja starfsemi sína eins og aðrir, verði af áformum Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekki hvert við getum fært starfsemina. Keflavíkurflugvöllur vill ekki þessa starfsemi og því er fátt um góða kosti ef við þurfum að fara héðan,“ segir Guðmundur en hann telur framkomu Reykjavíkurborgar hafa verið harkalega gagnvart eigendum flugskýla við Fluggarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert