Mál Hannesar tekið til efnismeðferðar

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli sérstaks saksóknara á hendur Hannesi Smárasyni 26. mars sl. Hæsitréttur hefur lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.

Hannes var ákærður fyrir fjárdrátt í fyrra með því að hafa 25. apríl 2005 sem stjórnarformaður FL Group dregið sér af fjármunum FL Group 2,875 milljarða króna sem hann ráðstafaði til Fons.

Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi á þeim grundvelli, að í ákæruna hafi skort fullnægjandi lýsingu á því hvernig tileinkun fjármunanna hafi átt sér stað. Dómari sagði að án hennar yrði ekki tekin afstaða til þess hvort Hannes hefði gerst sekur um fjárdrátt. 

Hæstiréttur segir aftur á móti, að það fari ekki á milli mála fyrir hvaða háttsemi Hannes sé ákærður, hvorki í aðalkröfu né varakröfu, og fullnægi ákæran þar af leiðandi nauðsynlegum skilyrðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert