Borgarneshöfn lagfærð

Innsiglingin í Borgarneshöfn þykir erfið enda þar mikill straumur.
Innsiglingin í Borgarneshöfn þykir erfið enda þar mikill straumur. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkrir starfsmenn Faxaflóahafna sf. sigldu á fimmtudaginn í síðustu viku frá Akranesi í Borgarneshöfn.

Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir það vera til athugunar að dýpka höfnina og laga siglingamerki svo auðvelda megi innsiglinguna og opna höfnina fyrir fleiri skipum.

„Það er nokkur smábátaútgerð í höfninni í dag en við vonumst til þess að hægt verði að gera breytingar þannig að stærri skip komist inn í höfnina.“ Páll segir þó ekki mjög stór skip geta lagst við bryggju heldur sé verið að horfa á skútur og skemmtiferðabáta sem gætu þjónað aukinni ferðamennsku á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert