Burt með nagladekkin, takk

Auglýsing Reykjavíkurborgar vegna nagladekkja.
Auglýsing Reykjavíkurborgar vegna nagladekkja. mbl.is

Hlutfall nagladekkja í Reykjavík minnkar árlega. Nagladekki eru ekki leyfileg á götum Reykjavíkurborgar eftir 15. apríl, þ.e. frá og með morgundeginum.

Hlutfall negldra dekkja var mælt í mars síðastliðinum og reyndust 28% ökutækja á negldum dekkjum og 72% á ónegldum. Það hefur því dregið nokkuð úr notkun nagladekkja miðað við talningu í mars 2013 en þá reyndust 35% bifreiða á negldum og 36% árið 2012, segir í frétt frá Reykjavíkurborg.

Hlutfallið hefur lækkað verulega undanfarin ár en fyrir níu árum voru 58% bifreiða í Reykjavík á nöglum. Reykjavíkurborg telur nagladekk óþörf enda eyða þau götum margfalt hraðar en önnur dekk og eiga hlut í svifryks- og hávaðamengun. Góð vetrarþjónusta gatna og betri almenningssamgöngur hafa einnig hjálpað til við að draga úr notkun slíkra dekkja í borginni.

Nagladekk eru ekki leyfileg á götum Reykjavíkurborgar eftir 15. apríl 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert