Færri karlar kenna

Úr grunnskólastarfi.
Úr grunnskólastarfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haustið 1998 kenndu 1.052 karlar í grunnskólum landsins, 26,0% starfsfólks við kennslu. Körlum hefur farið fækkandi meðal kennara og haustið 2013 störfuðu 908 karlar við kennslu, 19,0% kennara. Meiri sveiflur hafa verið í fjölda kvenna meðal kennara. Þær voru 2.993 haustið 1998 en voru flestar haustið 2008, 4.040 talsins.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Frá haustinu 2006 hefur nemendum með erlent ríkisfang fjölgað um 518 og voru 1.498 talsins haustið 2013. Haustið 2006 voru þessir nemendur 2,2% af grunnskólanemendum en voru orðnir 3,5% nemenda haustið 2013, og hafa aldrei verið fleiri. Fjölmennastir voru nemendur með pólskt ríkisfang (811) og nemendur frá Litháen (137). 

Nemendum sem skráðir eru með erlent tungumál að móðurmáli hefur að sama skapi fjölgað ár frá ári frá því að Hagstofan hóf að safna inn þeim upplýsingum. Haustið 2013 höfðu 2.775 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 6,5%, og er það fjölgun um 0,2 prósentustig frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert