Hafna tillögu um að endurvekja skólagarða að nýju

Skólagarðarnir nutu jafnan mikilla vinsælda og komust færri að en …
Skólagarðarnir nutu jafnan mikilla vinsælda og komust færri að en vildu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Borgarfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar og Vinstri-grænna höfnuðu tillögu Sjálfstæðisflokksins um að endurvekja skólagarða á borgarstjórnarfundi í gær.

Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi telur að starfsemi skólagarðanna hafi verið mikilvæg fyrir grunnskólabörn. „Það gera sér allir grein fyrir því að nám og fræðsla kostar peninga og við eigum að forgangsraða í þágu fræðslu og menntunar barnanna í borginni en ekki í þágu gæluverkefna sem kosta margfalt meira en rekstur skólagarðanna,“ sagði Marta í ræðu á fundinum.

Starfsemi skólagarða var lögð niður árið 2011 í sparnaðarskyni. Þess í stað breyttu borgaryfirvöld görðunum í matjurtagarða fyrir borgarbúa sem hafa verið vel nýttir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert