„Tilboð Isavia er í áttina“

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Samninganefndir Félags flugvallastarfsmanna ríkisins (FFR) og Isavia hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Kristján Jóhannsson, formaður FFR, segir að þá skýrist hvort boðuð fimm stunda vinnustöðvun á morgun, miðvikudag, kemur til framkvæmda.

Félagið fékk tilboð frá Isavia fyrir páskana og hefur það verið skoðað af vinnuhópum um helgina.

„Tilboðið er í áttina að því sem við höfum verið að biðja um,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum verið að nálgast frekar en hitt,“ bætti hann við. Ef ekki semst á næstunni skellur verkfall flugvallastarfsmanna á 30. apríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert