Aðferðir saksóknara „svakalegar“

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Aðferðirnar eru alveg svakalegar þegar maður lendir í þessum yfirheyrslum hjá ykkur.“ Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð fór fram vegna ákæru sérstaks saksóknara á hendur honum fór fram í svokölluðu Ímon-máli fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.

Fór Sigurjón hörðum orðum um vinnubrögð embættis sérstaks saksóknara þar sem hann hafi verið yfirheyrður. Hamrað væri á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeim væri ítrekað neitað þar til hinir yfirheyrðu færu að trúa því að þeir hafi gert það sem starfsmenn embættisins héldu fram í trausti þess að eir vissu hvaðþeir væru að tala um. Síðan þegar gögn væru skoðuð kæmi það ekki ekki heim og saman við þau. 

„Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu máli,“ sagði Sigurjón þar sem hann lýsti sig saklausan af ákæruefnum en málið snýst um kaup Ímons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, á rúmlega 4% hlut í Landsbanka Íslands fyrir rúmlega 5 milljarða króna með láni frá bankanum haustið 2008 rétt fyrir fall bankans. Einnig er ákært vegna láns til félagsins Azalea Rescources í eigu Ari Salmivouri, finnsks fjárfestis og viðskiptafélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, upp á 3,8 milljarða króna um sama leyti.

Sigurjón sagði hann aðeins hafa komið að ákvörðun um lánið til Ímons og samþykkt það enda hafi það verið Landsbanka Íslands hagfellt og nægar tryggingar fyrir því. Annars vegar hluturinn í bankanum og hins vegar bræef Ímons í Byr. Hann myndi samþykkja lánið í dag aftur miðað við sömu upplýsingar. Lánið til Azalea Rescources hafi hins vegar aldrei komið inn á hans borð.

Frétt mbl.is: Segjast ákærð fyrir að fara að lögum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert