Tíu gamlir símaklefar boðnir til sölu

Gemsarnir hafa gert út af við tíkallasímana.
Gemsarnir hafa gert út af við tíkallasímana. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tíu símaklefar í misjöfnu ástandi eru falir. Klefarnir verða til sýnis í birgðastöð Símans á Jörfa, neðan við Póstmiðstöðina, í dag og á miðvikudaginn kemur.

„Þetta eru símaklefar sem búið er að taka niður,“ sagði Magnús Nordgulen, starfsmaður Símans. Hann sagði klefana ekki vera mjög gamla. Þeir eru smíðaðir úr álprófílum og gleri. Magnús kvaðst ekki vita hvort símar fylgdu klefunum.

Síðustu símaklefarnir voru flestir fjarlægðir á liðnu ári. Í haust sem leið voru 14 símaklefar og um 30 símasjálfsalar, oft kallaðir tíkallasímar, enn í notkun en þeir voru lítið notaðir. Til samanburðar má nefna að á árinu 2004 voru 485 tíkallasímar í notkun hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert