Ghasem byrjar að borða á ný

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra tók í vikunni við kröfu mót­mæl­enda …
Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra tók í vikunni við kröfu mót­mæl­enda um mál Ghasem Mohamma­di verði skoðað. Mbl.is/Þórður A.

Í dag byrjaði Ghasem Mohamadi að borða á ný eftir að hafa fengið loforð um fund með innanríkisráðuneytinu í næstu viku. Samkvæmt tilmælum læknis byrjar hann rólega og fékk sér súpu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Ghasem.

Ghasem er tví­tug­ur Af­gani sem hef­ur verið á Íslandi í tvö ár án þess að mál hans fái meðferð hér. Und­an­farna 9 daga hef­ur Ghasem hvorki borðað né drukkið, í von um að vekja at­hygli á máli sínu. 

„Við gleðjumst að sjálfsögðu innilega yfir því og vonum að ráðuneytið bregðist ekki þeirri von sem hefur verið vakin. Það hefur verið Ghasem þungbært að horfa upp á aðgerðaleysi yfirvalda og við vonum að íhlutun þeirra nú verði honum til góðs,“ segir í tilkynningunni. 

Frétt mbl.is: Tæplega 900 sýndu Ghasem stuðning. 

Frétt mbl.is: Krefst ekki hælis heldur áheyrnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert