Sigur Rós kaupir húsnæði á Granda

Sigur Rós að störfum í nýja húsnæðinu.
Sigur Rós að störfum í nýja húsnæðinu. mbl.is

„Við erum að fjárfesta í nýju húsnæði sem verður þá höfuðstöðvar okkar, vinnuaðstaða þar sem við spilum, tökum upp og höngum saman,“ segir Georg Hólm, meðlimur hljómsveitarinnar Sigur Rósar, en þeir félagar sveitarinnar hafa keypt um 200 fermetra húsnæði í póstnúmeri 101, nánar tiltekið á Granda.


Húsnæðið ætla þeir félagar að sníða að eigin þörfum og brátt munu smiðir taka þar til óspilltra málanna við framkvæmdir. Þeir félagar höfðu hins vegar ekki eirð í sér að bíða eftir iðnaðarmönnum á svæðið og tóku sig því til, settu á sig hjálma og fóru í að brjóta niður veggi. Georg segir að þeir muni þó láta fagmenn um restina.


„Það er frábært að vera þarna miðsvæðis, það er svo mikil uppbygging sem á sér stað þarna, fullt af kaffihúsum og félagar okkar úr öðrum hljómsveitum.“

Jónsi tekur til óspilltra málanna.
Jónsi tekur til óspilltra málanna. mbl.is
Sunnudagsblað Morgunblaðsins kom út í dag.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins kom út í dag. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert