437 gististaðir á landinu

Ferðamenn þurfa þak yfir höfuðið.
Ferðamenn þurfa þak yfir höfuðið. mbl.is/Golli

Samanlögð velta hótela og gististaða á Íslandi á síðustu sex árum er rétt tæplega 180 milljarðar króna. Þetta má lesa út úr tölum Hagstofunnar og eru tölurnar núvirtar.

Hefur hótelum og gististöðum fjölgað mikið á síðustu árum, úr 346 árið 2008 í 437 í árslok 2013. Þeim kann að hafa fjölgað síðan.

Athygli vekur að velta hótela og gististaða hefur aukist töluvert umfram fjölgun þeirra. Þannig hefur veltan aukist um að meðaltali 16,7% á síðustu þremur árum. Stöðunum fjölgaði hins vegar um ríflega 5,7% að meðaltali á sama tímabili, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert