Veturinn er tíminn hjá Bretum

easyJet
easyJet

Síðustu ár hefur ferðaþjónustan lagt áherslu á að lengja ferðamannatímabilið. Það virðist hafa tekist, að minnsta kosti þegar litið er til heimsókna breskra ferðamanna. Talskona easy Jet segir veturinn háannatíma í ferðalögum til Íslands. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs komu hingað 60.489 breskir ferðamenn en yfir sumarmánuðina í fyrra voru þeim rúmlega helmingi færri eða 27.138 samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Vetrarferðir til Íslands eru því mun vinsælli meðal Breta en ferðalög hingað yfir sumarmánuðina.

Breska lággjaldaflugfélagið easy Jet hefur aukið umsvif sín hér á landi hratt og flýgur nú héðan til fjögurra breska borga og Basel í Sviss. Í vetur bauð félagið upp á daglegar ferðir hingað frá Luton flugvelli í nágrenni við London. Ferðum félagsins fækkaði hins vegar í vor. Skýringuna á því segir Anna Knowles, talskona easy Jet, vera þá að veturinn er háannatími þegar kemur að ferðalögum til Íslands og því eru í boði fleiri ferðir á þeim tíma árs. Félagið mun því aftur fjölga ferðum sínum hingað frá Luton í vetur og bæta við ferðum til Bristol og Edinborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert